Segja börnin hafa verið drepin með berum höndum

Veggspjöld með andlitsmyndum af ísraelsku gíslunum Shiri Bibas og tveimur …
Veggspjöld með andlitsmyndum af ísraelsku gíslunum Shiri Bibas og tveimur börnum hennar Ariel og Kfir. AFP

Ísra­els­menn segja að ísra­elsku börn­in Ariel og Kfir Bibas, sem tek­in voru í gísl­ingu 7. októ­ber 2023, hafi verið myrt af hryðju­verka­sam­tök­un­um Ham­as.

Daniel Hag­ari, talsmaður Ísra­els­hers, sagði að niður­stöður krufn­ing­ar bentu til þess að dreng­irn­ir hefðu verið myrt­ir með ber­um hönd­um aðeins um mánuði eft­ir að Ham­as-sam­tök­in tóku börn­in. Ham­as hafna full­yrðing­um Ísra­els­manna. 

Ham­as höfðu áður sagt að börn­in hefðu dáið í haldi þeirra vegna loft­árása Ísra­els­manna, en færðu eng­ar sann­an­ir fyr­ir því.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Gögn­un­um deilt með banda­mönn­um

Hag­ari bætti því við að gögn­un­um yrði deilt með banda­mönn­um Ísra­els svo þeir gætu sjálf­ir staðfest niður­stöðurn­ar.

Ham­as af­henti lík drengj­anna á fimmtu­dag­inn ásamt tveim­ur öðrum lík­um. Annað líkið var af níræðum gísl sem Ham­as tók 7. októ­ber og hitt líkið átti að vera af Shiri Bibas, móður drengj­anna tveggja.

Niðurstaða krufn­ing­ar Ísra­els­manna er þó sú að hér sé ekki um að ræða Shiri Bibas.

Ham­as biðjast af­sök­un­ar

Ham­as-sam­tök­in hafa beðist af­sök­un­ar á því að af­henda vit­laust lík og segja að þeir hafi rugl­ast á lík­um sem voru und­ir rúst­um eft­ir loft­árás­ir. Af­hentu þeir svo í gær líkið af henni.

Ariel bibas var fjög­urra ára gam­all þegar hann var tek­inn og Kfir Bibas var níu mánaða.

66 gísl­ar eru enn í haldi Ham­as á Gasa en í yf­ir­stand­andi vopna­hléi hafa Ham­as af­hent 28 gísla, bæði látna og lif­andi, og Ísra­els­menn hafa af­hent Ham­as yfir eitt þúsund palestínska fanga úr ísra­elsk­um fang­els­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert