Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP/Ludovic Marin

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti er sagður ætla að nýta sér ein­stakt sam­band sitt við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til þess að tryggja að sjón­ar­mið Evr­ópu skili sér við samn­inga­borðið í viðræðum Trumps og Vla­dimírs Pút­in Rúss­lands­for­seta um frið í Úkraínu.

Macron er vænt­an­leg­ur til Washingt­on á morg­un en morg­undag­ur­inn mark­ar þrjú ár frá inn­rás Rússa í Úkraínu. 

„Ég er að fara þangað til þess að vekja at­hygli á mik­il­vægi ör­yggi Evr­ópu. Rúss­ar eru vel vopnaðir og halda áfram að bæta í vopna­búr sitt,“ sagði Macron við franska blaðamenn í Par­ís.

Tel­ur sig eiga ein­stakt sam­band við Trump 

Macron er sagður telja sig hafa þann eig­in­leika yfir aðra leiðtoga Evr­ópu að hann eigi í mjög góðu sam­bandi við Trump og tel­ur sig geta haft mik­il áhrif á hann. 

„Ég ætla að segja hon­um að hann megi ekki sýna á sér veik­leika í viðræðum við Pút­in. Það er ekki það sem hann er þekkt­ur fyr­ir.“

Macron og Trump tóku báðir við sem for­set­ar í fyrsta sinn árið 2017 og hafa unnið nokkuð náið sam­an í gegn­um tíðina. Macron náði þó ekki að sann­færa Trump að halda Banda­ríkja­mönn­um inni í Par­ís­arsátt­mál­an­um en Banda­rík­in drógu sig úr sátt­mál­an­um á fyrra kjör­tíma­bili Trumps.

Enn áhrifa­mik­ill alþjóðlega

Völd Macron hafa farið dvín­andi í Frakklandi eft­ir að hafa rofið þing og boðað til þing­kosn­inga á sein­asta ári.

Paul Tayl­or, sem starfar hjá sér­fræðinga­hópi um Evr­ópu­mál í Brus­sel, seg­ir að áhrif Macron séu þó enn mik­il alþjóðlega og þá sér­stak­lega þegar kem­ur að varn­ar­mál­um. 

Trump hef­ur sakað Frakka og Breta um aðgerðal­eysi þegar kem­ur að því stuðla að friði í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert