Tugir fórust í flugslysi í Súdan

Að minnsta kosti 46 fórust í flugslysinu.
Að minnsta kosti 46 fórust í flugslysinu. Ljósmynd/X

Að minnsta kosti 46 fór­ust þegar súdönsk herflug­vél hrapaði í flug­taki í íbúðahverfi í útjaðri Khartoum í Súd­an.

Frá þessu grein­ir súd­anski her­inn í yf­ir­lýs­ingu en bæði her­menn og óbreytt­ir borg­ar­ar lét­ust í slys­inu og voru tíu manns flutt­ir slasaðir á nær­liggj­andi sjúkra­hús.

Ant­onov-flug­vél­in fórst á þriðju­dags­kvöld ná­lægt Wadi Seidna-flug­stöðinni, einni stærstu her­stöð hers­ins í Omd­urm­an, norðvest­ur af höfuðborg­inni, Khartoum.

Vitni lýstu því að hafa heyrt há­væra spreng­ingu og séð nokk­ur heim­ili skemmd á svæðinu. Slysið olli einnig raf­magns­leysi í nær­liggj­andi hverf­um.

Enn er óljóst hvað olli slys­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert