Boris Spasskí látinn

Íslandsvinurinn Boris Spasskí er látinn, 88 ára að aldri.
Íslandsvinurinn Boris Spasskí er látinn, 88 ára að aldri. mbl.is/Brynjar Gauti

Rúss­neski skák­maður­inn Bor­is Spasskí er lát­inn, 88 ára að aldri. Skák­sam­band Rúss­lands til­kynnti um lát hans í dag en ekki fylgdi sög­unni hvenær hann hefði lát­ist. Skák­sam­bandið seg­ir að mik­ill miss­ir sé að Spasskí fyr­ir Rúss­land.

Spasskí er fræg­ast­ur fyr­ir ein­vígi sitt við Bobby Fischer hér á landi árið 1972. Það fór fram þegar kalda stríðið stóð sem hæst og var kallað „ein­vígi ald­ar­inn­ar“. 

Spasskí varð heims­meist­ari í skák árið 1969 og hélt þeim titli þar til kom að um­ræddu ein­vígi. 

Hann fædd­ist árið 1937 í Leníngrad, núna Pét­urs­borg. Spasskí þótti mikið efni ung­ur að árum og varð bæði heims­meist­ari í ung­linga­flokki og yngsti stór­meist­ari sög­unn­ar á þeim tíma, 18 ára gam­all. 

Heimsmeistaraeinvígið í skák fór fram í Laugardalshöll árið 1972. Þar …
Heims­meist­ara­ein­vígið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll árið 1972. Þar mætt­ust heims­meist­ar­inn Bor­is Spasskí frá Sov­ét­ríkj­un­um til vinstri og banda­ríski áskor­and­inn Bobby Fischer. mbl.is/​Krist­inn Bene­dikts­son
Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí er látinn. Hér sést hann ræða …
Rúss­neski skák­meist­ar­inn Bor­is Spasskí er lát­inn. Hér sést hann ræða við blaðamenn árið 1992. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert