Vandræði hjá Outlook

Outlook virkar ekki.
Outlook virkar ekki. AFP/Josep Lago

Outlook, tölvu­póst­kerfi Microsoft, ligg­ur niðri hjá fjölda not­enda.

Ekki hef­ur komið fram til­kynn­ing frá fyr­ir­tæk­inu um að um bil­un sé að ræða, en kvart­an­ir flæða nú um sam­fé­lags­miðla um bil­un­ina.

Sam­kvæmt vefsíðunni Downdetector hafa borist tæp­lega 40.000 kvart­an­ir síðasta klukku­tím­ann um að tölvu­póstþjón­ust­an virki ekki.

Hér má sjá tilkynningar sem borist hafa um bilanir á …
Hér má sjá til­kynn­ing­ar sem borist hafa um bil­an­ir á Outlook síðasta sóla­hring­inn. Skjá­skot/​Downdetector

Upp­fært klukk­an 21.48:

Svo virðist sem Outlook sé komið í lag. Ekki hafa borist til­kynn­ing­ar frá Microsoft um vand­ræði tölvu­póst­s­kerf­is­ins, né lag­fær­ing­ar þar á.

Upp­fært klukk­an 22.37:

Tækni­menn Microsoft telja sig vera búna að finna or­sök bil­un­ar­inn­ar. Hafa þeir jafn­framt gert bæt­ur á.

Er nú fylgst grannt með því hvort Outlook sé komið í sitt venju­lega horf, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á X.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert