„Hafðu hljótt, litli maður“

Elon Musk hélt á keðjusög á árlegum fundi bandarískra íhaldsmanna …
Elon Musk hélt á keðjusög á árlegum fundi bandarískra íhaldsmanna í febrúar. Hann beinir nú orðum sínum að utanríkisráðherra Póllands, Radoslaw Sikorski. Samsett mynd/AFP

„Hafðu hljótt, litli maður.“

Þannig svar­ar viðskipta­jöf­ur­inn Elon Musk pólska ut­an­rík­is­ráðherr­an­um Radoslaw Si­korski, sem gert hafði at­huga­semd við um­mæli Musks sjálfs fyrr í dag.

Musk kvaðst hafa skorað á Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta að eiga við sig slags­mál um ör­lög Úkraínu. Bætti hann við að Starlink-kerfið sitt – sem er rekið af SpaceX í eigu Musks – væri hryggj­ar­stykkið í úkraínska hern­um.

„Öll fremsta víg­lína þeirra hryndi ef ég slökkti á því,“ skrifaði Musk.

Si­korski benti á að Starlink-teng­ing Úkraínu væri fjár­mögnuð af pólsk­um stjórn­völd­um, sem borguðu fyr­ir það um 50 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á ári.

„Burt­séð frá siðferðinu í því að hóta fórn­ar­lambi árás­ar­inn­ar, ef SpaceX reyn­ist ótrygg þjón­usta þá mun­um við neyðast til að leita að öðrum þjón­ustu­veit­end­um,“ skrifaði Si­korski, eins og fjallað var um nú síðdeg­is.

Eng­inn ann­ar val­kost­ur

Musk svar­ar Si­korski eins og áður sagði og bæt­ir við að Pól­land borgi ekki nema lítið brot af kostnaðinum við Starlink.

„Og það get­ur ekk­ert komið í staðinn fyr­ir Starlink.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert