Að horfa á náttúruna getur dregið úr verkjum

Náttúran gerir okkur gott.
Náttúran gerir okkur gott. mbl.is/Árni Sæberg

Ný rann­sókn hef­ur leitt í ljós að það að horfa á nátt­úr­una, eða ein­fal­dega sta­f­ræn­ar nátt­úru­ljós­mynd­ir, get­ur dregið úr verkj­um. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP að rann­sókn­ir yfir marga ára­tugi hafi sýnt fram á já­kvæð heilsu­fars­leg áhrif nátt­úr­unn­ar á fólk. Fyr­ir rúm­um fjór­um ára­tug­um sýndi rann­sókn, sem markaði þá tíma­mót, fram á að sjúk­ling­ar á sjúkra­hús­um þurftu færri verkjalyf og náðu heilsu hraðar þegar þeir horfðu út um glugga á grænt svæði frek­ar en stein­vegg.

„Þar til nú voru und­ir­liggj­andi ástæður fyr­ir þess­ari verk­un óljós­ar,“ seg­ir Max­im­ili­an Stein­in­ger, sem er tauga­vís­indamaður við Há­skól­ann í Vín og aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, en hún var birt í gær í vís­inda­rit­inu Nature Comm­unicati­ons.

Menn spyrja hvort borgarlífið hafi þveröfug áhrif á fólk þegar …
Menn spyrja hvort borg­ar­lífið hafi þver­öfug áhrif á fólk þegar kem­ur að verkj­um sam­an­borið við áhrif nátt­úr­unn­ar. AFP

Heilandi áhrif nátt­úr­unn­ar eða slæm áhrif borg­ar­lífs?

Fram kem­ur að vanda­málið sé að bæði nátt­úr­an og verk­ir geti verið hug­læg­ir. Af því að fólki lík­ar við nátt­úr­una þá gæti hún virkað eins og lyf­leysa. Sum­ir spyrja hvort það sé í raun ekki nátt­úr­an sjálf sem dragi úr verkj­um, held­ur borg­ar­um­hverfið sem auki þá.

Til að skoða málið bet­ur skráðu rann­sak­end­ur heil­a­starf­semi 49 sjálf­boðaliða með starf­rænni seg­ulóm­un (fMRI).

Þátt­tak­end­urn­ir horfðu á mis­mun­andi mynd­ir á meðan þeir fengu rafstuð aft­an á vinstri hönd. Sum stuðin voru sárs­auka­fyllri en önn­ur.

Nátt­úr­an hef­ur verkj­astill­andi áhrif

Niðurstaðan leiddi í ljós að þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni hefðu ekki aðeins greint frá minni verkj­um þegar þeir horfðu á nátt­úru­leg­ar lands­lags­mynd­ir, held­ur greindu fMRI-skann­arn­ir einnig mun í heila þeirra.

„Rann­sókn okk­ar er sú fyrsta sem sýn­ir fram á með heila­s­könn­um að þetta eru ekki bara lyf­leysu­áhrif,“ sagði Stein­in­ger í yf­ir­lýs­ingu.

Nátt­úrumynd­irn­ar vöktu minni virkni í þeim hluta heil­ans sem teng­ist skynj­un á sárs­auka. Hins veg­ar urðu aðrir hlut­ar sem tengj­ast stjórn­un sárs­auka ekki fyr­ir mark­tæk­um áhrif­um.

Rannsakendurnir segja líklega að náttúrulegt umhverfi fangi athygli fólks og …
Rann­sak­end­urn­ir segja lík­lega að nátt­úru­legt um­hverfi fangi at­hygli fólks og beini henni frá sárs­auka­skynj­un. Ljós­mynd/​Colour­box

Nátt­úr­an fang­ar at­hygl­ina

Rann­sak­end­urn­ir sögðu að ástæðan gæti verið sú að nátt­úru­legt um­hverfi fangi at­hygli fólks og beini henni frá sárs­auka­skynj­un­inni.

Þetta er þekkt í sál­fræði sem kenn­ing­in um „at­hyglisend­ur­nýj­un“.

Mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar

„Það að hægt sé að ná þess­um verkj­astill­andi áhrif­um í gegn­um sýnd­ar­upp­lif­un af nátt­úr­unni, sem er auðvelt að fram­kvæma, hef­ur mik­il­væg­ar hag­nýt­ar af­leiðing­ar,“ sagði Alex Smalley, meðhöf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar frá Ex­eter-há­skóla í Bretlandi.

Það „opn­ar einnig nýj­ar leiðir fyr­ir rann­sókn­ir til að skilja bet­ur hvernig nátt­úr­an hef­ur áhrif á huga okk­ar,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert