Eldur um borð í bandarískri farþegaþotu

Farþegar standa á væng flugvélar American Airlines
Farþegar standa á væng flugvélar American Airlines AFP

Tólf manns voru flutt­ir á sjúkra­hús eft­ir að eld­ur kviknaði í Boeing-þotu banda­ríska flug­fé­lags­ins America Air­lines eft­ir lend­ingu á alþjóðaflug­vell­in­um í Den­ver í Col­orado í gær­kvöld.

172 farþegar voru í vél­inni auk sex manna áhafn­ar. All­ir farþegar voru flutt­ir á ör­ugg­an hátt úr vél­inni en tólf voru flutt­ir á sjúkra­hús með minni­hátt­ar meiðsli að því fram kem­ur í færslu flug­vall­ar­ins í Den­ver á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Á mynd­bönd­um sem víða var deilt á sam­fé­lags­miðlum sést reyk­ur í kring­um þot­una og farþega sem stóðu á væng flug­vél­ar­inn­ar áður en þeim var komið til bjarg­ar.

Flug­mála­yf­ir­völd segja að vél­in sem var á leið frá Col­orado til Dallas hafi verið snúið til Dallas eft­ir að áhöfn til­kynnti að hún hafi fundið fyr­ir titr­ingi í hreyfli vél­ar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert