Flóð í kjölfar mikillar rigningar á Ítalíu

Slökkviliðið varaði við því að bílar hefðu farið á kaf …
Slökkviliðið varaði við því að bílar hefðu farið á kaf í bænum Sesto Fiorentino, norður af Flórens, og voru íbúar beðnir um að halda sig frá jarðhæðum og kjöllurum. AFP/Claudio Giovannini

Tug­ir hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín í Tosk­ana­héraði á Ítal­íu eft­ir að ár flæddu yfir bakka sína í kjöl­far mik­illa rign­inga. Flæddu ár meðal ann­ars yfir bakka sína og yfir göt­ur í borg­un­um Písa og Flórens. 

Slökkviliðið varaði við því að bíl­ar hefðu farið á kaf í bæn­um Sesto Fior­ent­ino, norður af Flórens, og voru íbú­ar beðnir um að halda sig frá jarðhæðum og kjöll­ur­um.

„Hug­ur minn er hjá þeim sem verða fyr­ir áhrif­um veðurs­ins sem geng­ur yfir ýmis svæði Ítal­íu og veld­ur borg­ur­um al­var­legu tjóni og erfiðleik­um,“ skrifaði Gi­orgia Meloni, for­sæt­is­ráðherra, á sam­fé­lags­miðla.

„Raunar er eins og mánaðar rigning hafi fallið á sex …
„Raun­ar er eins og mánaðar rign­ing hafi fallið á sex klukku­stund­um,“ sagði Bern­ar­do Gozz­ini frá veður­stofu Tosk­ana. AFP/​Claudio Gi­ovann­ini

Mánaðarrign­ing féll á sex klukku­stund­um

Rúm­lega fimm hundruð slökkviliðsmenn hafa verið að störf­um í Tosk­ana­héraði og sinnt yfir þrjú hundruð út­köll­um.

Bern­ar­do Gozz­ini frá veður­stofu Tosk­ana sagði 60 milli­metra af rign­ingu hafa fallið á svæðinu í kring­um Sesto Fior­ent­ino frá klukk­an 6.00 um morg­un­inn og fram að há­degi.

„Í Flórens, í mars­mánuði, er heild­ar­úr­koma venju­lega 70 milli­metr­ar,“ sagði Gozz­ini.

„Raun­ar er eins og mánaðar rign­ing hafi fallið á sex klukku­stund­um.“

Skól­um, al­menn­ings­görðum og kirkju­görðum í grennd við Flórens og Prato var lokað vegna veðurs­ins og flóðahættu.

Ár hafa margar hverjar flætt yfir bakka sína í kjölfar …
Ár hafa marg­ar hverj­ar flætt yfir bakka sína í kjöl­far mik­illa rign­inga. AFP/​Frederico Scoppa

„Verra en árið 2019“

Þrír menn ásamt hundi voru hífðir upp með þyrlu í Gattaia, norðaust­ur af Flórens, og í Fucecchio í vestri var fjölda­hjálp­ar­stöð opnuð í lík­ams­rækt­ar­stöð fyr­ir þá sem flýja þurftu heim­ili sín.

Al­essio Man­tellassi, borg­ar­stjóri Empoli, sagði í Face­book-færslu að ástandið væri „verra en árið 2019“ þegar flóð varð í bæn­um.

Í Písa unnu her­menn að því að setja þunga sand­poka við hindr­un­ar­vegg sem átti að koma í veg fyr­ir að á flæddi yfir, en borg­ar­stjór­inn Michele Conti sagði ástandið „mjög flókið“ og hvatti íbúa til að halda sig heima fyr­ir.

AFP/​Frederico Scoppa

Á Em­ilia Romagna-svæðinu, þar sem 17 lét­ust í mikl­um flóðum fyr­ir tveim­ur árum, gáfu yf­ir­völd út rauða veðurviðvör­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert