Samstiga gegn Trump

Múte B. Egede, fráfarandi formaður landsstjórnarinnar, segir að nú sé …
Múte B. Egede, fráfarandi formaður landsstjórnarinnar, segir að nú sé nóg komið. AFP/Mads Claus Rasmussen

Leiðtog­ar allra stjórn­mála­flokka Græn­lands for­dæma fyr­ir­ætlan­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um að taka yfir landið.

„Við – for­menn allra flokka – get­um ekki sætt okk­ur við end­ur­tekn­ar yf­ir­lýs­ing­ar um inn­limun og yf­ir­ráð yfir Græn­landi,“ segja leiðtog­ar fimm þing­flokka Græn­lands í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu sem birt var á Face­book í dag.

Trump lýsti síðast áhuga sín­um á að inn­lima Græn­land í gær. 

Óásætt­an­legt

„Við sem flokks­for­menn telj­um þessa hegðun óá­sætt­an­lega gagn­vart vin­um okk­ar og banda­mönn­um sem eru sam­an í varn­ar­banda­lagi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni sem gef­in er út í kjöl­far neyðar­fund­ar.

Flokks­for­menn­irn­ir bættu við að þeir „leggi áherslu á að Græn­land haldi áfram því starfi fyr­ir Græn­land sem þegar er í gangi í gegn­um diplóma­tíska far­vegi í sam­ræmi við alþjóðalög og regl­ur. Við stönd­um öll að baki þess­um aðgerðum og höfn­um ein­dregið til­raun­um til að skapa sundr­ungu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni,

Þegar blaðamenn í Hvíta hús­inu spurðu Trump í gær um yf­ir­töku á eyj­unni, sagði hann: „Ég held að það muni ger­ast.“

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri NATO, sem hafði þá ný­verið fundað með Trump, neitaði að tjá sig um málið.

Nóg komið að mati Egede

Muté B. Egede, frá­far­andi formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, brást við með því að segja að nú væri nóg komið. Græn­lend­ing­ar þurfi að ít­reka neit­un­ina. Hann geti ekki haldið áfram að van­v­irða þjóðina. 

Egede er enn leiðtogi Græn­lands á meðan beðið er eft­ir að ný lands­stjórn verði mynduð. Flokk­ur hans beið af­hroð í þing­kosn­ing­un­um á þriðju­dag. 

„Banda­ríkja­for­seti hef­ur enn einu sinni viðrað hug­mynd­ina um að inn­lima okk­ur. Ég get alls ekki sætt mig við það,“ skrifaði hann á Face­book og bætti við að hann myndi kalla sam­an leiðtoga flokka lands­ins.

Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, hafnaði einnig nýj­ustu um­mæl­um Trumps í dag og sagði að Græn­land gæti ekki verið tekið yfir af öðru landi.

„Ef þú skoðar NATO-sátt­mál­ann, sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna eða alþjóðalög, þá er ekki hægt að inn­lima Græn­land,“ sagði Løkke við blaðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert