Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sakar Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að taka ekki alvarlega tilraunir Bandaríkjanna til að koma á vopnahléi í Úkraínu.
Starmer lét þessi ummæli falla eftir að leiðtogi Rússlands sagðist hafa „alvarlegar spurningar“ um hvernig 30 daga vopnahlé, sem stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta lagði til, myndi virka.
„Við getum ekki leyft Pútín forseta að leika sér að samningi Trumps forseta,“ sagði breski forsætisráðherrann.
„Algjört skeytingarleysi Kremlverja gagnvart tillögu Trumps forseta um vopnahlé sýnir aðeins að Pútín er ekki alvara með friðinn.“
Starmer sagði að Pútín „væri að reyna að tefja“ að vopnahlé kæmist á.
Búist er við að forsætisráðherrann leiti eftir skuldbindingum frá öðrum leiðtogum – aðallega frá Evrópu og NATO – um hvernig þeir myndu leggja sitt af mörkum til að styðja Úkraínu á rafrænum leiðtogafundi um málið á morgun, laugardag.