Segir Pútín reyna að tefja fyrir vopnahléi

Keir Starmer.
Keir Starmer. AFP

Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands sak­ar Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um að taka ekki al­var­lega til­raun­ir Banda­ríkj­anna til að koma á vopna­hléi í Úkraínu.

Star­mer lét þessi um­mæli falla eft­ir að leiðtogi Rúss­lands sagðist hafa „al­var­leg­ar spurn­ing­ar“ um hvernig 30 daga vopna­hlé, sem stjórn Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta lagði til, myndi virka.

„Við get­um ekki leyft Pútín for­seta að leika sér að samn­ingi Trumps for­seta,“ sagði breski for­sæt­is­ráðherr­ann.

„Al­gjört skeyt­ing­ar­leysi Kreml­verja gagn­vart til­lögu Trumps for­seta um vopna­hlé sýn­ir aðeins að Pútín er ekki al­vara með friðinn.“

Star­mer sagði að Pútín „væri að reyna að tefja“ að vopna­hlé kæm­ist á.

Bú­ist er við að for­sæt­is­ráðherr­ann leiti eft­ir skuld­bind­ing­um frá öðrum leiðtog­um – aðallega frá Evr­ópu og NATO – um hvernig þeir myndu leggja sitt af mörk­um til að styðja Úkraínu á ra­f­ræn­um leiðtoga­fundi um málið á morg­un, laug­ar­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert