Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa

Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi …
Palestínski Rauði hálfmáninn kom í lok febrúar upp færanlegu sjúkrahúsi í Gasa-borg, því fyrsta sinnar tegundar á Gasa. Ljósmynd/Aðsend

Tæp­lega tíu millj­ón­ir króna söfnuðust í neyðarsöfn­un Rauða kross­ins á Íslandi (RKÍ) fyr­ir íbúa Gaza. Söfn­un­in hófst í janú­ar og er nú lokið.

„Enn og aft­ur sýna lands­menn að þeir eru til staðar fyr­ir fólk í mik­illi neyð,“ seg­ir Sól­rún María Ólafs­dótt­ir, teym­is­stjóri alþjóðaverk­efna hjá Rauða kross­in­um, í til­kynn­ingu sem RKÍ hef­ur sent frá sér. 

Þar seg­ir jafn­framt að söfn­un­in hafi verið svar við neyðarbeiðni palestínska Rauða hálf­mán­ans sem sé lands­fé­lag Rauða kross hreyf­ing­ar­inn­ar rétt eins og Rauði kross­inn á Íslandi. Mun féð nýt­ast til vel skil­greindra verk­efna sem miða fyrst og fremst að því að reyna að tryggja aðgang fólks að heilsu­gæslu, mat, hreinu vatni og skjóli.

„Mark­miðið er að veita íbú­um Gasa lífs­nauðsyn­lega mannúðaraðstoð,“ seg­ir Sól­rún í til­kynn­ing­unni.

Starfsmenn palestínska Rauða hálfmánans bólusetja börn á Gasa. Stefnt er …
Starfs­menn palestínska Rauða hálf­mán­ans bólu­setja börn á Gasa. Stefnt er að því að bólu­setja um 600 þúsund börn yngri en tíu ára. Ljós­mynd/​Aðsend

Um tvær millj­ón­ir þeirra eru á ver­gangi og yfir 90 pró­sent af öllu íbúðar­hús­næði á Gasa hef­ur skemmst eða eyðilagst. Þá er heil­brigðisþjón­usta í lamasessi.

Palestínski Rauði hálf­mán­inn gegn­ir lyk­il­hlut­verki í því að veita aðstoð á Gasa sem og við að bregðast við þörf­um á Vest­ur­bakk­an­um. Þá er stuðning­ur einnig veitt­ur fólki sem neyðst hef­ur til að flýja Gasa til ná­granna­landa.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar á vef RKÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert