Að minnsta kosti 53 látnir

Frá Jemen í dag. Að minnsta kosti 53 eru látnir, …
Frá Jemen í dag. Að minnsta kosti 53 eru látnir, þar á meðal fimm börn og tvær konur. AFP

Að minnsta kosti 53 eru látn­ir, þar af fimm börn, eft­ir árás­ir Banda­ríkja­manna á borg­irn­ar Sanaa og Radaa í Jemen. 

Þetta segja nýj­ustu töl­ur frá heil­brigðisráðuneyt­inu í Sa­ana, sem er und­ir stjórn Húta.

Gæti staðið yfir í ein­hverja daga og stig­magn­ast

Þá voru um hundrað manns særðir eft­ir árás­irn­ar að sögn heil­brigðisráðuneyt­is­ins fyrr í dag og var þar greint frá að flest fórn­ar­lambanna væru kon­ur og börn. Banda­ríkja­menn segj­ast þó hafa fellt nokkra hátt­setta leiðtoga Húta.

Hernaðaraðgerðin, fyr­ir­skipuð af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, beind­ist að upp­reisn­ar­mönn­um Húta og voru árás­ir gerðar ým­ist frá hafi eða lofti.

Síðustu mánuði hafa Hút­ar truflað skipa­ferðir um Rauðahaf. Her­inn, und­ir stjórn Joes Bidens, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, réðst ít­rekað gegn Hút­um með litl­um ár­angri. 

Talið er að árás Banda­ríkj­anna gæti staðið yfir í ein­hverja daga og stig­magn­ast, háð því hvernig upp­reisn­ar­menn­irn­ir bregðast við. En þess ber að geta að í kjöl­far árás­ar­inn­ar sögðust Hút­ar hafa gert árás á banda­rískt flug­móður­skip á Rauðahafi í dag. Banda­ríkja­menn segja þá árás ekki hafa ógnað flug­móður­skip­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert