Minnst 50 létu lífið á skemmtistað

Tala látinna gæti hækkað.
Tala látinna gæti hækkað. Ljósmynd/Colourbox

Minnst 50 lét­ust á skemmti­stað í bæn­um Kocani í Norður-Makedón­íu í nótt vegna elds sem kviknaði í hús­næðinu. Kocani er um 100 kíló­metra aust­ur af höfuðborg­inni Skopje.

Um 1500 manns voru á staðnum til að sækja tón­leika sem þar voru haldn­ir. 

Sam­kvæmt fréttamiðlum í Norður-Makedón­íu kviknaði eld­ur um klukk­an 3 í nótt að staðar­tíma.

Elds­upp­tök eru óljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert