„Systir mín dó – mér var bjargað en ekki henni“

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. AFP

„All­ir byrjuðu að hrópa og öskra: „Forðið ykk­ur, forðið ykk­ur!“,“ seg­ir Marija Taseva, nítj­án ára ung­menni sem var úti að skemmta sér með syst­ur sinni á skemmti­staðnum Pu­lce í Kocani í Norður-Makedón­íu þegar eld­ur braust út aðfaranótt sunnu­dags.

Fjöl­menni var á staðnum að sækja tón­leika hjá band­inu DNK. Tón­leika­gest­irn­ir reyndu að flýja þegar eld­ur­inn breidd­ist út en tak­markaður fjöldi út­ganga gerði þeim erfitt fyr­ir og voru bak­dyrn­ar í þokka­bót læst­ar.

Minnst 59 eru látn­ir og 155 til viðbót­ar eru slasaðir. 

„Ég veit ekki hvernig ég endaði á jörðinni. Ég gat ekki staðið upp og svo fór fólk að traðka á mér,“ seg­ir Taseva.

Hún náði að lok­um að forða sér en syst­ir henn­ar gerði það ekki. 

„Syst­ir mín dó – mér var bjargað en ekki henni.“

Fimmtán hand­tekn­ir

Skemmti­staður­inn er í bygg­ingu sem hýsti áður teppa­verk­smiðju, og var ekki með starfs­leyfi.

Lög­regla hef­ur hand­tekið fimmtán vegna rann­sókn­ar á brun­an­um. 

Innviðaráðherra Norður-Makedón­íu Pance Toskovski seg­ir grun um að mút­ur og spill­ing teng­ist mál­inu.

Þegar vett­vang­ur­inn var rann­sakaður í gær komu ýms­ir „van­kant­ar“ á skemmti­staðnum í ljós. Þar á meðal ann­mark­ar á bruna­vörn­um á staðnum.

Fimmtán hafa verið handteknir vegna brunans.
Fimmtán hafa verið hand­tekn­ir vegna brun­ans. AFP

Al­var­leg bruna­sár

„Flest­ir lét­ust vegna áverka sem þeir hlutu eft­ir að hafa lent und­ir mann­mergðinni í ringul­reiðinni sem skapaðist þegar tón­leika­gest­ir reyndu að forða sér,“ seg­ir Krist­ina Serafimovska, for­stjóri Kocani-spít­al­ans.

Alls eru um sjö­tíu sjúk­ling­ar með bruna­sár eða reyk­eitrun á spít­al­an­um núna.

„Flest­ir eru með svæs­in bruna­sár, sem ná yfir 18% af lík­ama þeirra. Ann­ars og þriðjastigs bruna­sár á höfði, hálsi, efri búk, hand­leggj­um, hönd­um og fingr­um,“ seg­ir Vla­dislav Gru­ev, lýta­lækn­ir sem hef­ur verið að sjá um sjúk­ling­ana.

155 slösuðust í brunanum.
155 slösuðust í brun­an­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert