Þögn, sprengingar og aftur þögn

Það var annars konar þögn sem mætti hópi íslenskra blaðamanna …
Það var annars konar þögn sem mætti hópi íslenskra blaðamanna þegar þeir lögðu leið sína í víðáttumikinn kirkjugarð við jaðar borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Loft­varnaflaut­ur tóku að óma um all­an Kænug­arð upp úr miðnætti í nótt. Borg­ar­stjór­inn Vítalí Klit­sjkó sendi á sama tíma út skeyti til sam­borg­ara sinna, þar sem hann sagði þeim að leita skjóls. Loft­varnalið í úkraínsku höfuðborg­inni væri að verj­ast vél­fygl­um óvin­ar­ins.

Þessu eru borg­ar­bú­ar van­ir.

En á hót­eli í miðborg­inni vaknaði blaðamaður við há­væra viðvör­un úr sím­an­um. Og aðeins nokkr­um sek­únd­um síðar bár­ust inn á hvert her­bergi hót­els­ins hljóðrituð skila­boð þar sem gest­um var strang­lega ráðlagt að leggja leið sína niður í kjall­ara.

Að ráði heima­manns var þó ákveðið að fara ekki að þess­um leiðbein­ing­um, held­ur reynt að sofna aft­ur.

Barist við eld eftir drónaárás Rússa í nágrenni Kænugarðs.
Bar­ist við eld eft­ir dróna­árás Rússa í ná­grenni Kænug­arðs. AFP

Spreng­ing­ar í fjarska

Hann var ekki lang­ur, svefn­inn sem náðist áður en sím­inn glumdi aft­ur. Nú með viðvör­un um að bæst hefði í loft­árás­irn­ar.

Beint við lá að ljúka upp glugg­an­um, á sjöttu hæð hót­els­ins, horfa til him­ins og hlusta eft­ir því suði sem ein­kenn­ir víst þá dróna sem Rúss­ar beita í þess­um tíðu árás­um sín­um. Minnsti niður get­ur gefið til kynna að dróni sé nærri, enda út­göngu- og um­ferðarbann í gildi yfir nótt­ina.

Þar úti var svart­ur him­inn, eng­ar eld­g­lær­ing­ar og raun­ar dauðaþögn. En svo heyrðust spreng­ing­ar í fjarska.

Þá þýddi þó fátt annað en að loka aft­ur glugg­an­um, leggja höfuð aft­ur á kodd­ann og vona það besta. Sú staðreynd að miðborg Kænug­arðs er sá staður í Úkraínu sem best er var­inn loft­árás­um kom þá að gagni.

Frá kirkjugarðinum í morgun.
Frá kirkju­g­arðinum í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

174 árás­ar­drón­ar í nótt

Í morg­un hafði rykið sest. Ljóst varð að Rúss­ar höfðu sent að minnsta kosti 174 árás­ar­dróna yfir Úkraínu og loft­varna­sveit­ir náð að skjóta niður rúm­lega helm­ing þeirra að sögn flug­hers­ins.

Um 500 manns í Ódessa-héraði misstu raf­magn og einn særðist þar að sögn héraðsstjór­ans. Þá skemmd­ust nokkr­ar bygg­ing­ar, þar á meðal leik­skóli.

Þjóðin var hepp­in þessa nótt, sem sagt.

Í grafreitnum blakta þjóðfánar Úkraínu í hundraðatali.
Í gra­freitn­um blakta þjóðfán­ar Úkraínu í hundraðatali. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þriggja ára bar­átta að baki

Það er ann­ars kon­ar þögn sem mæt­ir hópi ís­lenskra blaðamanna um morg­un­inn, þegar við leggj­um leið okk­ar í víðáttu­mik­inn kirkju­g­arð við jaðar borg­ar­inn­ar.

Utan garðsins standa blóma­sal­ar í röðum, reiðubún­ir að selja syrgj­end­um blóm. Einu hljóðin, þegar inn er komið, eru krunk í krák­um og vél­ar­gang­ur í drátt­ar­vél frá tím­um sov­ét­ríkj­anna.

Svo taka við blakt­andi fán­ar, blá­ir og gul­ir, í hundraðatali. Enn eitt sönn­un­ar­gagnið um þessa þriggja ára bar­áttu við inn­rás­ar­her Rússa.

Við erum kom­in í gra­freit liðsfor­ingja og annarra hátt­settra í úkraínska hern­um.

Karl­maður á miðjum aldri geng­ur ein­beitt­ur í gegn­um garðinn.

Í hendi hans, tvær rauðar rós­ir. Þær legg­ur hann að leiði og virðist rata þangað af vana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert