„Aldrei verið jafn nálægt því að semja um frið“

Trump ræðir við Pútín í dag.
Trump ræðir við Pútín í dag. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ræðir við Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta sím­leiðis í dag um hvernig megi binda enda á stríðið í Úkraínu.

Trump seg­ir „mörg atriði í loka­samn­ingn­um þegar hafa verið samþykkt“ en að margt sé enn óleyst.

For­set­inn sagði við blaðamenn um borð í for­setaþot­unni í gær að „landsvæði og orku­ver“ yrðu hluti af viðræðunum við Pútín.

Vildi ræða við Trump

„Við höf­um aldrei verið jafn ná­lægt því að semja um frið,“ er haft eft­ir tals­manni Hvíta húss­ins á Sky News.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur samþykkt sam­komu­lag sátta­nefnd­ar Banda­ríkj­anna um vopna­hlé til 30 daga í Úkraínu. Rúss­ar hafa þó enn ekki samþykkt það.

Eft­ir að hafa fengið kynn­ingu á fyr­ir­komu­lag­inu frá Steve Wit­koff, sem fer fyr­ir sátta­nefnd Banda­ríkj­anna, í síðustu viku, sagði Pútín mörg­um spurn­ing­um enn ósvarað. Vildi hann ræða beint við Trump. Það sam­tal fer fram í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert