Krefjast þess að stjórnvöld tryggi öryggi gíslanna

Gíslarnir eru í haldi Hamas á Gasa.
Gíslarnir eru í haldi Hamas á Gasa. AFP

Fjöl­skyld­ur gísla sem eru í haldi Ham­as á Gasa­svæðinu krefjast skýrra svara frá ísra­elsk­um stjórn­völd­um um hvernig ör­yggi gísl­anna sé tryggt fyr­ir hernaðaraðgerðum Ísra­ela á svæðinu.

Heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa segja Ísra­els­her hafa drepið yfir 400 íbúa í um­fangs­mikl­um loft­árás­um í nótt. Er þetta mann­skæðasta árás­in frá því að vopna­hlé á Gasa átti að taka gildi.

Hafa ísra­elsk stjórn­völd heitið því að halda bar­átt­unni á Gasa áfram þar til Ham­as af­hend­ir fólkið sem hryðju­verka­sam­tök­in tóku hönd­um í hryðju­verk­un­um 7. októ­ber.

Boða til mót­mæla

Hafa fjöl­skyld­ur gísl­anna farið fram á fund með for­sæt­is­ráðherr­an­um, varn­ar­málaráðherr­an­um og yf­ir­manni samn­ingat­eym­is­ins þar sem þau vilja full­vissu fyr­ir því að gætt sé að ör­yggi gísl­anna. 

Fjöl­skyld­urn­ar kalla eft­ir því að stjórn­völd sjái til þess að Ham­as af­hendi gísl­ana áður en „allt annað“ er gert.

Hafa aðstand­end­ur gísl­anna boðað til mót­mæla fyr­ir utan skrif­stofu Benja­míns Net­anja­hús síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert