Kreml staðfestir tímasetningu símtalsins

Forsetarnir ræða saman í gegnum síma klukkan 13.
Forsetarnir ræða saman í gegnum síma klukkan 13. AFP/Brendan Smialowski

Sím­tal Banda­ríkja­for­seta og Rúss­lands­for­seta hefst klukk­an 13 í dag að ís­lensk­um tíma og stend­ur yfir til klukk­an 15, eða sam­tals í tvær klukku­stund­ir.

Kreml staðfest­ir þessa tíma­setn­ingu.

For­set­arn­ir munu ræða hvernig sé hægt að binda enda á inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu. Hvíta húsið hef­ur sagt að rík­in hafi aldrei verið jafn ná­lægt því að semja um frið í Úkraínu eins og nú.

Brak úr dróna féll á skóla­lóð

Stríð Rússa og Úkraínu­manna hef­ur stig­magn­ast á und­an­förn­um vik­um.

Þúsund­ir Úkraínu­manna eru án raf­magns í dag í kjöl­far um­fangs­mik­ill­ar árás­ar Rússa í nótt þar sem yfir 130 árás­ar­drón­um var beint að mik­il­væg­um innviðum. Úkraínski flug­her­inn seg­ist hafa skotið niður 63 dróna af 137 sem send­ir voru á loft.

Í Kænug­arði féll brak úr dróna, sem skot­inn var niður, á skóla­lóð við byrj­un skóla­dags. Nem­end­ur voru í neðanj­arðarbyrgj­um og særðist eng­inn.

Þá seg­ir rúss­neska varn­ar­málaráðuneytið að 46 úkraínsk­ir drón­ar hafi verið skotn­ir niður í árás á nokk­ur héruð Rúss­lands í nótt. Sex særðust í árás­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert