„Þær komu eins og flugnager“

Lídía sagði sögu sína og vöknaði um augun þegar hún …
Lídía sagði sögu sína og vöknaði um augun þegar hún var spurð hvað henni fyndist að heimurinn þyrfti að vita. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lídía Masnit­sén­kó er ein af þeim millj­ón­um Úkraínu­manna sem neydd­ust til að yf­ir­gefa heim­ili sín á flótta und­an her Rússa, þegar þeir réðust inn fyr­ir landa­mær­in og hugðust taka landið yfir fyr­ir rúm­um þrem­ur árum.

Þeir eru mikl­um mun færri sem átt hafa aft­ur­kvæmt í eig­in hí­býli. Lídía er þó einnig ein þeirra og þakk­ar fyr­ir það í dag.

Hús henn­ar stend­ur í þorp­inu Hor­enka, skammt utan Kænug­arðs.

Bút­sja, Irpín, Hostomel og Hor­enka

Þetta nafn, Hor­enka, hef­ur nær aldrei ratað í frétt­ir á Íslandi. Þeim mun oft­ar hafa þó birst frétt­ir af fjölda­morðum Rússa í Bút­sja og Irpín, og harðvítuga bar­dag­an­um um Hostomel-herflug­völl­inn.

Hér ligg­ur þetta allt upp að hvert öðru, eins og Hafn­ar­fjörður, Kópa­vog­ur og Garðabær.

Það varð Lídíu aðeins til láns að Hor­enka ligg­ur hand­an brú­ar­inn­ar yfir Irpín-ána, nær sjálf­um Kænug­arði.

Hinum meg­in ár­inn­ar, í Bút­sja og Irpín, fund­ust fjölda­graf­ir óbreyttra borg­ara rúm­um mánuði eft­ir inn­rás Rússa. Fleiri lík lágu eins og hráviði á göt­um úti.

Mörg báru þau merki um pynt­ing­ar á meðan viðkom­andi hafði enn verið lífs.

Úkraínskur hermaður tekur sér stöðu á vegi í Irpín, í …
Úkraínsk­ur hermaður tek­ur sér stöðu á vegi í Irpín, í mars fyr­ir þrem­ur árum. AFP

Þar sem ör­lög höfuðborg­ar­inn­ar réðust

Í Hostomel réðust svo ör­lög Kænug­arðs, eins og frægt varð.

Á fyrsta degi inn­rás­ar­inn­ar flaug þangað fjöldi rúss­neskra árás­arþyrlna. Um borð voru fall­hlíf­aliðsher­menn Rússa, svo­nefnd­ar VDV-sveit­ir, sem skipað hafði verið að her­taka flug­völl­inn svo að þar mætti lenda her­sveit­um til að sækja að höfuðborg­inni.

Sveit­irn­ar náðu að leggja flug­völl­inn und­ir sig en var stökkt á flótta sama dag. 

Degi síðar, þegar Rúss­ar end­ur­heimtu flug­völl­inn, höfðu Úkraínu­menn náð að vinna nógu mik­inn skaða á flug­braut­um hans til að tryggja að ekki væri hægt að senda þangað liðsauka úr lofti.

Fljótt varð ljóst að áform um snögga inn­rás og yf­ir­töku myndu ekki ganga eft­ir. Rúss­um hafði mistek­ist.

Flak stærstu flugvélar heims, sem var úkraínsk smíði, á herflugvellinum …
Flak stærstu flug­vél­ar heims, sem var úkraínsk smíði, á herflug­vell­in­um í Hostomel eft­ir inn­rás Rússa þar árið 2022. Hart var bar­ist um völl­inn. AFP

Lét lífið við störf í Hor­enka

Hor­enka hef­ur þó vissu­lega áður verið getið á mbl.is.

Það var fyr­ir nær rétt­um þrem­ur árum, þann 15. mars 2022, þegar greint var frá því að mynda­tökumaður Fox-frétta­stöðvar­inn­ar hefði látið lífið í þorp­inu.

Maður­inn, Pier­re Zakrzewski, var þar að störf­um ásamt frétta­mann­in­um Benjam­in Hall, sem sjálf­ur missti neðan af báðum fót­leggj­um eft­ir árás­ina.

Einn þeirra bíla sem brunnu undir árásum Rússa stendur nú …
Einn þeirra bíla sem brunnu und­ir árás­um Rússa stend­ur nú sem hræ í hlaðinu við húsið í Hor­enka. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Búið í sama hús­inu frá ár­inu 1978

Síðan eru liðin þrjú ár. Og þegar keyrt er í gegn­um Hor­enka má enn sjá kúlna­för og sprengju­brot í veggj­um, hús­a­rúst­ir og bíl­hræ. Eitt þeirra var áður bíll í eigu Lídíu.

En Rúss­arn­ir eru á bak og burt, að minnsta kosti héðan, og það er það sem máli skipt­ir.

Lídía, sem nálg­ast sjö­tugt og geng­ur við staf, tek­ur á móti okk­ur fyr­ir fram­an húsið sitt.

Hér hef­ur hún búið frá því á tím­um Sov­ét­ríkj­anna, eða frá ár­inu 1978, þegar hún gift­ist mann­in­um sín­um og flutti frá borg­inni Vinnit­s­íu sem ligg­ur suðvest­ur af Kænug­arði.

Hús Lídíu kom illa undan árásum Rússa þar sem engu …
Hús Lídíu kom illa und­an árás­um Rússa þar sem engu var eirt. Sam­einuðu þjóðirn­ar hjálpuðu til við að lag­færa húsið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Búa þrjú í hús­inu

Í dag hýs­ir húsið einnig son henn­ar, Júrí, sem er 43 ára, og dótt­ur hans Sófíu, sautján ára.

Lídía býður okk­ur sæti í lít­illi stofu og tek­ur til við að dekka stofu­borð með boll­um svo all­ir geti fengið sér te.

Það er þröng á þingi þegar hóp­ur ís­lenskra blaðamanna, töku­manna og ljós­mynd­ara, auk full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem hef­ur boðið okk­ur í ferðina, reyn­ir að koma sér fyr­ir í stof­unni.

Sjálf fær Lídía sér ekki sæti. Hana hrjá­ir verk­ur í öðru hnénu.

Lídía í stofunni. Hún á fjölskyldu í Rússlandi en á …
Lídía í stof­unni. Hún á fjöl­skyldu í Rússlandi en á erfitt með að tala við hana. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sex dag­ar í kjall­ara húss­ins

Hún seg­ir okk­ur sögu sína. Fyrsti dag­ur inn­rás­ar­inn­ar líður henni ekki úr minni og ljóst að návist­in við Hostomel-flug­völl­inn setti mark þar á.

„Þyrlurn­ar voru svo marg­ar. Þær komu eins og flugna­ger,“ seg­ir Lídía, sem var skelf­ingu lost­in og leitaði skjóls í kjall­ara húss­ins ásamt Júrí, Sófíu og fleir­um í fjöl­skyld­unni sem þangað höfðu leitað.

Þaðan fóru þau ekki í sex daga. Á meðan breytt­ist heim­ur­inn.

Úti féllu sprengj­ur, hver á eft­ir ann­arri, og einn dag­inn féllu þrjár í garði húss­ins. Mik­ill eld­ur braust út og varð fjöldi bíla hon­um að bráð, en Júrí hafði feng­ist við að kaupa og gera upp bíla.

Loks náðu þau að flýja. Fékk fjöl­skyld­an skjól í kofa í litlu þorpi um hundrað kíló­metra frá Kænug­arði. Þar fékkst hvorki renn­andi vatn né raf­magn, en þau voru að minnsta kosti ör­ugg.

Lídía í eldhúsinu sínu í Horenka í gær. Rétt rúm …
Lídía í eld­hús­inu sínu í Hor­enka í gær. Rétt rúm þrjú ár eru liðin frá því hún þurfti að haf­ast við í kjall­ara húss­ins í sex daga. Marg­ir ná­grann­ar henn­ar í næstu þorp­um sluppu ekki eins vel. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skipst á mat­væl­um og þjón­ustu

„Þá náðum við að sofa,“ seg­ir Lídía, sem tók sér fljótt það hlut­verk að elda fyr­ir alla í þorp­inu, yfir opn­um eldi.

„Þarna voru næst­um bara karl­ar. Kon­ur og börn höfðu verið send lengra í burtu, þangað sem ör­ugg­ara þótti að vera.“

Þetta voru erfiðir tím­ar en hún minn­ist þeirra samt með nokk­urri hlýju. Ná­grann­ar hafi staðið sam­an.

„Það var eng­an pen­ing að fá. En Júrí gat gert við bíla og fengið í staðinn fernu af mjólk, til dæm­is.“

Lídía horfir út um glugga hússins síns í Horenka. Þar …
Lídía horf­ir út um glugga húss­ins síns í Hor­enka. Þar hef­ur hún búið frá ár­inu 1978. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Pásk­arn­ir kær­komn­ir eft­ir inn­rás­ina

Eft­ir að sókn Rússa að Kænug­arði hafði verið hrundið aft­ur sneri fjöl­skyld­an til baka. Lídíu þótti mik­il­vægt að kom­ast aft­ur heim til sín fyr­ir páska, en hátíðin er mörg­um Úkraínu­mönn­um afar dýr­mæt og fékk stór­aukið vægi í hjört­um þeirra þetta ár.

„Okk­ur dreymdi um að taka á móti pásk­un­um í hús­inu okk­ar,“ seg­ir hún.

Á þeim tíma var hún spurð hvort hún hrædd­ist ekki að fara þangað sem Rúss­ar hefðu verið og jafn­vel skilið eft­ir sig sprengj­ur.

„Nei, ég vil bara fara heim,“ svaraði hún.

Læðan Slata lætur fara vel um sig í forstofunni.
Læðan Slata læt­ur fara vel um sig í for­stof­unni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þakk­lát fyr­ir hjálp­ina

Þegar heim var komið varð þó ljóst að húsið hafði skemmst mikið í árás­um inn­rás­arliðsins. Hófst fjöl­skyld­an handa við lag­fær­ing­ar en hafði hvorki tök né efni á að gera allt það sem til þurfti.

Flótta­manna­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna, UN­HCR, kom svo til aðstoðar rúmu ári síðar. Skiptu starfs­menn henn­ar um þak á hús­inu og hjálpuðu til við að setja í það nýja glugga.

Húsið er því eitt nærri 37 þúsund hí­býla sem lag­færð hafa verið með stuðningi UN­HCR, og fjöl­skyld­um þannig verið gert kleift að búa áfram eða snúa aft­ur til síns heima.

Lídía lýs­ir miklu þakk­læti í garð þeirra sem hafa lagt henni lið með þess­um hætti og tek­ur fram að hún skilji að eng­inn sé neydd­ur til að hjálpa henni.

Ísland á þar hlut að máli, þótt lít­ill sé, með fjár­fram­lög­um rík­is­ins til mannúðaraðstoðar í þessu stríðshrjáða Evr­ópu­ríki.

Lídía tók á móti íslenska blaðamannahópnum ásamt fulltrúum Sameinuðu þjóðanna.
Lídía tók á móti ís­lenska blaðamanna­hópn­um ásamt full­trú­um Sam­einuðu þjóðanna. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Get­ur ekki talað við fjöl­skyld­una

Þú hef­ur búið hér frá ár­inu 1978, frá tím­um Sov­ét­ríkj­anna. Finnst þér ekki skrýtið að sæta árás­um rík­is sem var áður með ykk­ur í banda­lagi?

„Ég á fjöl­skyldu í Múrm­ansk, Sankti Pét­urs­borg og víðar. En ég get ekki talað al­menni­lega við þau,“ svar­ar hún.

„Því þau liggja und­ir svo mikl­um áróðri. Þau halda að við séum þau sem hófu stríðið. Að við séum þau sem byrjuðu á und­an. Jú, það er skrýtið.“

Spurð hvað hún vilji að heim­ur­inn viti, um hvernig það er að búa við inn­rás og stríð, á Lídía erfitt með svar.

Lídía kann þeim miklar þakkir sem hafa veitt henni lið …
Lídía kann þeim mikl­ar þakk­ir sem hafa veitt henni lið eft­ir að inn­rás Rússa hófst. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Evr­ópa þurfi að standa sam­einuð

Hún klökkn­ar. Rödd­in brest­ur.

„Ég vil að heim­ur­inn haldi friðinn. Ég vil að ríki Evr­ópu standi sam­einuð, því það er nauðsyn­legt. Ég vil ekki að nokk­ur þurfi að upp­lifa stríð eins og ég hef gert.

Ég man eft­ir því, þegar ég var lít­il telpa, hvað það var sem amma mín sagði oft við mat­ar­borðið: Það mik­il­væg­asta af öllu er að stríðið komi aldrei aft­ur.“

Þetta hafi verið leiðarljós kyn­slóðar­inn­ar sem lifði heims­styrj­öld­ina síðari.

„Núna skil ég hvað þau áttu við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert