Vara íbúa við landamærin við

Reykský stígur upp frá Gasa í morgun.
Reykský stígur upp frá Gasa í morgun. AFP

Ísra­els­her hef­ur hvatt íbúa á Gasa til að rýma svæði við landa­mær­in.

Aðvör­un­in kem­ur í kjöl­far um­fangs­mik­ill­ar loft­árás­ar ísra­elska hers­ins í nótt sem heil­brigðis­yf­ir­völd á Gasa segja að yfir 330 hafi far­ist í.

Í tísti á sam­fé­lags­miðlin­um X var­ar talsmaður ísra­elska hers­ins íbúa við, sér­stak­lega í hverf­un­um Beit Hanoun, Khir­bet Khuza'a, Abas­an al-Kabira and Al-Jadida.

„Þessi til­greindu svæði eru met­in hættu­leg átaka­svæði,“ seg­ir í tíst­inu.

„Til að tryggja ör­yggi ykk­ar verðið þið að rýma taf­ar­laust í þekkt skýli í vest­ur­hluta Gasa­borg­ar og í Khan Yun­is,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Vinna með sátta­semj­ara

Í yf­ir­lýs­ingu frá varn­ar­málaráðherra Ísra­els í kjöl­far árás­ar­inn­ar í nótt kom fram að Ísra­els­her ætli að halda áfram að berj­ast á Gasa á meðan ekki væri búið að af­henda alla gísl­ana sem tekn­ir voru í hryðju­verk­un­um 7. októ­ber. 

Árás­in í nótt var sú mann­skæðasta frá því að vopna­hléið á Gasa átti að taka gildi.

Ham­as segj­ast nú vinna með „sátta­semj­ara“ til að stemma stigu við árás­argirni Ísra­ela.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert