Yfir 300 sagðir látnir eftir árás Ísraelshers á Gasa

Þúsundir hafa látið lífið í átökunum á Gasa.
Þúsundir hafa látið lífið í átökunum á Gasa. AFP

Heil­brigðisráðuneyti Gasa, sem er und­ir stjórn Ham­as, seg­ir Ísra­els­her hafa drepið yfir 330 íbúa á Gasa­strönd­inni í loft­árás í nótt.

Þetta mun vera mann­skæðasta árás­in á svæðinu frá því að vopna­hléið átti að taka gildi.

„Flest eru kon­ur og börn. Hundruð eru særðir, tug­ir liggja þungt haldn­ir,“ seg­ir Mohammed Zaqut, yf­ir­maður ráðuneyt­is­ins.

Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um AFP-frétta­stof­unn­ar á Gasa féll yf­ir­maður innviðaráðuneyt­is Ham­as í árás­inni, hers­höfðing­inn Mahmud Abu Wat­fa. Hann var yf­ir­maður lög­regl­unn­ar og ör­ygg­is­sveita á Gasa.

Neita að sleppa gísl­um

í yf­ir­lýs­ingu frá varn­ar­málaráðherra Ísra­els seg­ir að ríkið muni halda áfram að berj­ast á Gasa á meðan að ekki er búið að af­henda alla gísl­ana sem tekn­ir voru í hryðju­verk­un­um 7. októ­ber.

Skrif­stofa for­sæt­is­ráðherr­ans seg­ir að árás­in hafi verið fyr­ir­skipuð eft­ir að „Ham­as neitaði ít­rekað að sleppa gísl­un­um og höfnuðu öll­um til­lög­um sem hafa borist frá sendi­full­trúa Banda­ríkja­for­seta Steve Wit­kofff og öðrum samn­inga­mönn­um“.

Hvíta húsið hef­ur staðfest að Ísra­el hafi ráðfært sig við rík­is­stjórn Don­alds Trumps áður en árás­in hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert