Páfinn án súrefnisgrímu í fyrsta sinn

Heilsa páfans er sögð vera á batavegi.
Heilsa páfans er sögð vera á batavegi. AFP/Vincezo Pinto

Frans páfi þarf ekki leng­ur að nota súr­efn­is­grímu og er ástand hans sagt vera batn­andi. Páfinn hef­ur legið inni á sjúkra­húsi síðastliðinn mánuð vegna lungna­bólgu í báðum lung­um.

Var ástand hans talið á ein­um tíma­punkti lífs­hættu­legt. 

„Ástand heil­ags föður er batn­andi,“ sagði í til­kynn­ingu frá Vatíkan­inu. Sagði þar jafn­framt að páfinn hefði tekið fram­förum í hreyfi­færni og að önd­un­ar­færaæf­ing­ar hans væru farn­ar að skila sér. 

Er þá tekið fram í til­kynn­ing­unni að þrátt fyr­ir að páfinn styðjist ekki leng­ur við súr­efn­is­grímu er ekki úti­lokað að hann muni þurfa hana á ný. Útskrift páfans af sjúkra­hús­inu er ekki yf­ir­vof­andi, að sögn Vatík­ans­ins. 

Vatíkanið hef­ur sent frá sér reglu­leg­ar upp­færsl­ur á ástandi páfans und­an­farn­ar vik­ur en í ljósi batn­andi ástands hans mun næsta upp­færsla ekki koma fyrr en á mánu­dag í næstu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert