Ræddu um mögulega eignaraðild á kjarnorkuveri

Eldur kom upp við kjarnorkuverið á síðasta ári.
Eldur kom upp við kjarnorkuverið á síðasta ári. Skjáskot/X-reikningur Selenskís Úkraínuforseta.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir að á fundi hans og Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta í dag hafi verið rætt um mögu­lega eign­araðild Banda­ríkj­anna að kjarn­orku­ver­inu í Sa­porisjía-héraði, sem er nú und­ir yf­ir­ráðum Rússa.

Hug­mynd­in kem­ur frá Trump og er það nýj­asta út­spil hans til að tryggja var­an­legt vopna­hlé á inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkraínu. 

„Við rædd­um aðeins eitt orku­ver, sem er und­ir her­námi Rússa,“ sagði Selenskí við blaðamenn í dag en hann er stadd­ur í op­in­berri heim­sókn í Finn­landi. 

Sa­porisjía-orku­verið er það stærsta sinn­ar teg­und­ar í Evr­ópu. Það var her­tekið af rúss­nesk­um her­sveit­um snemma í inn­rás þeirra í Úkraínu árið 2022.

Selenskí seg­ir að það geti tekið allt að tvö ár að gera kjarn­orku­verið starf­hæft á ný en und­ir­strikaði mik­il­vægi þess fyr­ir Úkraínu­menn og Evr­ópu alla. 

Trump og Selenskí töluðu saman í símann í dag.
Trump og Selenskí töluðu sam­an í sím­ann í dag. AFP/​Sam­sett mynd

Upp­lifði eng­an þrýst­ing af hálfu Trumps

Sam­tal Trumps og Pútín í dag er það fyrsta sem vitað er um frá því að fund­ur þeirra í Hvíta hús­inu í lok fe­brú­ar fór um þúfur. Trump sagði í dag að sam­talið hafi verið „mjög gott“ og sagði Selenskí að hann hafi ekki upp­lifað neinn þrýst­ing af hálfu Trumps að fall­ast á kröf­ur Rúss­lands. 

„Ég vil vera hrein­skil­inn, mjög hrein­skil­inn. Í dag fann ég ekki fyr­ir nein­um þrýst­ingi frá Trump, hann var eng­inn. Og þetta er staðreynd. Þið vitið að ég er opin per­sóna. Ef það hefði verið hefði ég sagt ykk­ur það hrein­skiln­ings­lega,“ sagði Selenskí. 

Viðræður Trumps við rúss­neska ráðmenn um var­an­legt vopna­hlé á svæðinu hafa vakið upp óhug á meðal Úkraínu­manna og hafa þeir ótt­ast að úkraínsk stjórn­völd verði neydd til þess að fall­ast á kröf­ur Rússa, eins og að gefa upp landsvæði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert