Carney hyggst boða til skyndikosninga

Frjálsyndi flokkurinn hefur endurheimt styrk sinn í könnunum.
Frjálsyndi flokkurinn hefur endurheimt styrk sinn í könnunum. AFP/Thomas Padilla

Mark Car­ney, nýr for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, er sagður ætla að rjúfa þing og boða til skyndi­kosn­inga 28. apríl, en kosn­ing­ar eiga ekki að fara fram fyrr en í haust.

Þetta herma heim­ild­ir AFP-frétta­stof­unn­ar.

„Á sunnu­dag­inn er gert ráð fyr­ir því að for­sæt­is­ráðherra til­kynni um kosn­ing­ar 28. apríl,“ sagði heim­ild­armaður AFP.

Car­ney tók við embætti for­sæt­is­ráðherra 14. mars í kjöl­far þess að hann var kjör­inn formaður Frjáls­lynda flokks­ins eft­ir að Just­in Trudeau hafði hrökklast frá völd­um.

Frjáls­lynd­ir taka for­yst­una

Í marga mánuði hef­ur Íhalds­flokk­ur­inn und­ir for­ystu Pier­re Poilievre farið með him­inskaut­um í skoðana­könn­un­um en í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fór í hart við Kan­ada hef­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn verið að ná styrk sín­um aft­ur.

Sam­kvæmt CBS er Frjáls­lyndi flokk­ur­inn að mæl­ast með 37,7% stuðning og Íhalds­flokk­ur­inn 37,4% stuðning. Frjáls­lynd­ir hafa verið við stjórn­völ­inn síðan árið 2015. 

Nýir demó­krat­ar (NDP) mæl­ast með 11,5% stuðning en flokk­ur­inn ver rík­is­stjórn Frjáls­lyndra van­trausti.

Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsflokksins.
Pier­re Poilievre, leiðtogi Íhalds­flokks­ins. AFP/​Dave Chan
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert