Fjögur börn særð eftir árásir Rússa í nótt

Rússneskir drónar hafa valdið miklu tjóni í Úkraínu.
Rússneskir drónar hafa valdið miklu tjóni í Úkraínu. Ljósmynd/Úkraínska forsetaembættið

Tíu eru særðir, þar af fjög­ur börn, eft­ir að Rúss­ar gerðu um­fangs­mikla árás á Kírovó­hrad-hérað í Úkraínu, sem ligg­ur í miðju land­inu og suður af höfuðborg­inni Kænug­arði.

Alls settu Rúss­ar á loft nærri 200 sjálfs­eyðandi sprengju­dróna af gerðinni Shahed og tál­beitu­dróna.

Skemmd­ir eru á innviðum, heim­il­um og kirkju.

Frá þessu grein­ir Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti á X.

Selenskí þakkar viðbragðsaðilum í nýju tísti.
Selenskí þakk­ar viðbragðsaðilum í nýju tísti. Ljós­mynd/Ú​kraínska for­seta­embættið

Árás­irn­ar halda áfram þrátt fyr­ir áróður

Selenskí þakk­ar viðbragðsaðilum og þeim sem starfa á gólf­inu við að minnka skaðann af rúss­nesk­um hernaði í Úkraínu.

„Þrátt fyr­ir áróður Rússa hætta árás­ir þeirra á Úkraínu ekki,“ rit­ar for­set­inn á X.

Seg­ir hann hverja árás ljóstra upp um hið raun­veru­lega viðhorf Rússa gagn­vart friði.

„Við þökkum þeim sem eru ávallt á vakt, í framlínunni …
„Við þökk­um þeim sem eru ávallt á vakt, í fram­lín­unni að bjarga manns­líf­um,“ skrif­ar Selenskí. Ljós­mynd/Ú​kraínska for­seta­embættið

Þakk­ar fólk­inu í fram­lín­unni

„Nú sem áður – jafn­vel á erfiðustu tím­um, get­ur fólkið okk­ar treyst á neyðarviðbragð viðbragðsteyma rík­is­ins, lög­reglu, sjúkra­liða, viðgerðarmanna, og allra þeirra sem hjálpa til við að hreinsa rúst­ir, slökkva elda, gera við, og síðast en ekki síst bjarga og verja líf,“ skrif­ar Selenskí.

„Við þökk­um þeim sem eru ávallt á vakt, í fram­lín­unni að bjarga manns­líf­um.“

Frá aðgerðum slökkviliðsins eftir drónaárás.
Frá aðgerðum slökkviliðsins eft­ir dróna­árás. Ljós­mynd/Ú​kraínska for­seta­embættið
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert