Hundruð árásardróna á loft í nótt

Myndir frá Donetsk-héraði sýna hvernig stríðið hefur leikið íbúa grátt.
Myndir frá Donetsk-héraði sýna hvernig stríðið hefur leikið íbúa grátt. AFP

Stjórn­völd í Úkraínu segja Rússa hafa ráðist á Úkraínu með 171 árás­ar­dróna í nótt.

Rúss­nesk stjórn­völd segj­ast hafa skotið niður 132 úkraínska dróna sem var beint að Rússlandi.

„Óvin­ur­inn gerði at­lögu að okk­ur með 171 dróna í nótt,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu úkraínska flug­hers­ins. Fram kem­ur að úkraínski her­inn hafi skotið niður 75 dróna en að 63 drón­ar hefðu horfið af rat­sjá hers­ins, án þess þó að valda skaða.

Í yf­ir­lýs­ingu rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins seg­ir að rúss­nesk loft­varna­kerfi hafi eyðilagt „132 ómönnuð úkraínsk loft­för í nótt“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert