Rússar lýsa yfir neyðarástandi eftir árás á flugvöll

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Úkraínu­her gerð í nótt loft­árás á Eng­els-flug­völl­inn í Saratóva-héraði Rúss­lands. Úkraínsk stjórn­völd hafa staðfest árás­ina í yf­ir­lýs­ingu.

Árás­in er sögð sú um­fangs­mesta á flug­völl­inn frá upp­hafi stríðsins. Er vopna­geymsla Rússa við flug­völl­inn meðal ann­ars sögð hafa verið skot­mark úkraínska hers­ins.

„Hernaðaraðstaðan er notuð af flug­her her­náms­rík­is­ins, sér­stak­lega í þeim til­gangi að gera árás­ir á úkraínsk yf­ir­ráðasvæði og fyr­ir hryðju­verka­árás­ir gegn friðsælli þjóð,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þar kem­ur einnig frá að elds­voði og spreng­ing­ar hafi sést í ná­grenni flug­vall­ar­ins.

Tveir særðir

Rúss­nesk­ir miðlar greina frá því að rúss­nesk stjórn­völd hafi lýst yfir neyðarástandi á svæðinu vegna árás­ar­inn­ar. Hafa íbú­ar í ná­grenni flug­vall­ar­ins rýmt heim­ili sín.

Minnst tveir eru sagðir hafa særst. Þá skemmd­ust glugg­ar á spít­ala, skóla og tveim­ur leik­skól­um vegna spreng­inga.

Um­fangs­mikl­ar árás­ir í nótt

Stjórn­völd í Úkraínu segja Rússa hafa ráðist á Úkraínu með 171 árás­ar­dróna í nótt.

Einn lést í árás­um Rússa í Do­netsk-héraðinu. Nokkr­ir til viðbót­ar eru særðir, þar af fjög­ur börn.

Í yf­ir­lýs­ingu rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins í morg­un kom fram að loft­varna­kerfi hefðu eyðilagt „132 ómönnuð úkraínsk loft­för í nótt“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert