Tíu fórust í árásum Ísraelshers í nótt

Húsarústir í Khan Yunis í suðurhluta Gasasvæðisins.
Húsarústir í Khan Yunis í suðurhluta Gasasvæðisins. AFP/Bashar Taleb

Viðbragðsaðilar á Gasa segja minnst tíu hafa fallið í árás­um Ísra­els­hers í nótt skammt frá borg­inni Khan Yun­is.

Ísra­els­her til­kynnti í gær að hann hefði hafið land­hernað á Gasa að nýju um miðbik Gasa­svæðis­ins og í suður­hluta þess. 

Ísra­elsk stjórn­völd hafa hunsað ákall alþjóðasam­fé­lags­ins um að láta af árás­um á Gasa­svæðið og virða vopna­hlés­sam­komu­lagið.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hef­ur heitið því að halda árás­un­um áfram uns Ham­as hef­ur sleppt öll­um gísl­un­um úr haldi sem tekn­ir voru í hryðju­verk­un­um 7. októ­ber.

Hafa þeir gefið út „lokaviðvör­un“ til Ham­as um að skila gísl­un­um.

Grafa eft­ir lík­um ást­vina í rúst­um

Frá því að vopna­hlé­inu lauk í byrj­un þess­ar­ar viku hafa Palestínu­menn enn og aft­ur þurft að leita að ást­vin­um sín­um und­ir rúst­um bygg­inga eft­ir árás­ir Ísra­els­hers.

„Við erum að grafa með ber­um hönd­um,“ seg­ir maður sem reyn­ir að losa lík barns und­an steyp­urúst­um á Gasa, í sam­tali við blaðamann AFP.

Fjöl­skyld­ur á Gasa reyna nú að flýja þau svæði sem Ísra­els­her hef­ur hvatt fólk á Gasa­svæðinu að rýma.

„Við finn­um hræðsluna í and­rúms­loft­inu og við sjá­um sárs­auk­ann og hvað fólk er niður­brotið á and­lit­um þeirra sem við erum að hjálpa,“ seg­ir Fred Oola, yf­ir­lækn­ir hjá Rauða kross­in­um á svæðis­spít­ala í Rafah.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert