Ætlar að loka menntamálaráðuneytinu

„Það hljómar skringilega, er það ekki? Menntamálaráðuneyti – við ætlum …
„Það hljómar skringilega, er það ekki? Menntamálaráðuneyti – við ætlum að leggja það niður,“ sagði Trump. AFP/Mandel Ngan

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ritað und­ir for­seta­til­skip­un sem fyr­ir­skip­ar lok­un mennta­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna.

Skref sem re­públi­kan­ar hafa lengi talað fyr­ir að verði tekið, þ.e. að al­ríkið hætti af­skipt­um af rekstri skóla á veg­um ríkj­anna.

„Við ætl­um að loka því, loka því eins fljótt og unnt er. Það ger­ir okk­ur ekk­ert gott. Við vilj­um færa nem­end­urna aft­ur til ríkj­anna,“ sagði Trump er hann und­ir­ritaði til­skip­un­ina í Hvíta hús­inu í gær. 

Við und­ir­rit­un­ina var hóp­ur skóla­barna mætt­ur ásamt nokkr­um þing­mönn­um Re­públi­kana­flokks­ins.

Vill að dóm­stól­ar stígi inn 

Chuck Schumer, helsti leiðtogi demó­krata í banda­rísku öld­unga­deild­inni, gagn­rýndi ákvörðun for­set­ans harðlega. Sagði hana bæði eyðileggj­andi og öm­ur­lega.

„Þessi hræðilega ákvörðun Don­alds Trumps mun bitna á kenn­ur­um, for­eldr­um, skóla­leiðtog­um og gæði þeirr­ar mennt­un­ar sem börn­in okk­ar fá,“ sagði Schumer.

Kallaði hann eft­ir því að dóm­stól­ar myndu bregðast við. 

Háð samþykki þings­ins

„Það hljóm­ar skringi­lega, er það ekki? Mennta­málaráðuneyti – við ætl­um að leggja það niður,“ sagði Trump. 

Ákvörðunin er háð samþykki þings­ins, sem þykir ólík­legt að fá­ist. En fari svo að þingið hafni til­skip­un­inni hef­ur Trump völd til að gera ráðuneytið nán­ast óstarf­hæft.

Re­públi­kan­ar hafa löng­um haft horn í síðu ráðuneyt­is­ins og haldið því fram að það sé upp­spretta svo­kallaðrar „woke-hug­mynda­fræði“, inn­gild­ing­ar og fjöl­breytni­hug­sjóna. Þá sé það bandamaður verka­lýðsfé­laga barna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert