Augljós brestur á skipulagi

Frá Heathrow-flugvellinum í dag.
Frá Heathrow-flugvellinum í dag. AFP

Raf­magns­leysið sem leiddi til lok­un­ar Heathrow-flug­vall­ar í London var vegna skipu­lags­mistaka af hálfu flug­vall­ar­ins.

Þetta seg­ir Willie Walsh, yf­ir­maður Alþjóðasam­taka flug­fé­laga, á X.

Virðist treysta á einn orku­gjafa

Furðar hann sig á því að flug­völl­ur­inn virðist aðeins treysta á einn orku­gjafa án vara­kosts og seg­ir að ef svo er raun­in þá sé um aug­ljós­an brest á skipu­lagi að ræða. 

Flug­völl­ur­inn, sem er sá fjöl­farn­asti í Bretlandi og Evr­ópu, verður lokaður í all­an dag eft­ir að eld­ur sem braust út á orku­stöð skammt frá vell­in­um olli raf­magns­leysi.

Flug­mála­yf­ir­völd eiga von á því að lok­un­in valdi mikl­um trufl­un­um næstu daga. Mun lok­un­in bitna á hundruðum flug­ferða og þúsund­um farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert