Hryðjuverkadeild lögreglunnar rannsakar eldinn

Loftmynd, sem var tekin í dag, sýnir reyk enn stíga …
Loftmynd, sem var tekin í dag, sýnir reyk enn stíga frá rafstöðinni við völlinn. AFP

Hryðju­verka­varn­ar­deild bresku lög­regl­unn­ar hóf í dag rann­sókn á eld­in­um sem varð í raf­orku­dreif­istöð sem leiddi til þess að loka þurfti Heathrow-flug­velli með til­heyr­andi rösk­un­um fyr­ir ferðamenn um all­an heim.

At­vikið varð til þess að fjöl­mörg­um flug­ferðum var af­lýst en flug­völl­ur­inn er sá fjöl­farn­asti í Evr­ópu.

Heathrow þjón­ar flug­fé­lög­um sem fljúga til um 80 landa og í dag áttu um 1.350 flug­vél­ar að lenda eða hefja sig til flugs frá vell­in­um að því er seg­ir á vefsíðunni Flig­htra­dar24 sem fylg­ist með flug­um­ferð á net­inu.

AFP

Dag­lega fara um 230.000 farþegar um völl­inn eða um 83 millj­ón­ir á ári.

Lög­reglu­stjór­inn í London sagði að hryðju­verka­varna­deild lög­regl­unn­ar stýrði rann­sókn­inni þar sem at­vikið hafi haft áhrif á mik­il­væga innviði í Bretlandi.

„Þó að ekk­ert bendi til sak­næms at­hæf­is að svo stöddu, þá erum við með op­inn huga á þessu stigi,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert