Einfalda hjónavígslur til þess að Kínverjar gifti sig

Brúðarhjón við Forboðnu borgina í Peking.
Brúðarhjón við Forboðnu borgina í Peking. AFP

Stjórn­völd í Kína kynntu í dag aðgerðir til þess að ein­falda hjóna­vígslu­ferlið og draga úr fjár­hags­leg­um byrgðum para. Aðgerðirn­ar eru liður í áætl­un stjórn­valda til þess að auka fæðing­artíðni á ný. 

Sjald­gæft er að pör eign­ist börn utan hjóna­bands í Kína vegna sam­fé­lags­legra for­dóma.

Nú þegar hafa stjórn­völd sett af stað fjár­hags­lega hvata og heitið að byggja upp dag­vist­unar­úr­ræði barna til þess að bregðast við vand­an­um.

Geta gift sig þar sem þau búa

Nýj­ustu aðgerðirn­ar leyfa pör­um að skrá hjóna­vígsluna þar sem þau búa. Áður hafa pör þurft að ferðast til þess staðar sem þau eru skráð í þjóðskrá lands­ins til þess að skrá hjóna­bandið.

Þannig hef­ur par sem bjó í höfuðborg­inni ekki getað gift sig þar ef þau komu frá ólík­um lands­hlut­um.

Hjóna­vígsl­um fækkaði um fimmt­ung í fyrra og þá fækkaði þjóðinni þriðja árið í röð. 

Inn­an­rík­is­ráðuneytið ætl­ar að taka af­stöðu gegn „ákveðnum skaðleg­um siðum eins og háum heim­an­mund og óþarfa út­gjöld­um í tengsl­um við brúðkaupið“.

Í Kína tíðkast að fjöl­skylda brúðgum­ans gefi til­von­andi eig­in­konu pen­inga­gjöf, eða heim­an­mund.

Litið er á gjöf­ina sem virðing­ar­vott tengda­for­eldr­anna og fram­lag þeirra til framtíðar hjón­anna. Kostnaður­inn get­ur hins veg­ar verið gríðar­mik­ill. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert