Hálfri milljón verði að óbreyttu vísað úr landi

Mótmæli hafa átt sér stað þar sem aðgerðum stjórnvalda er …
Mótmæli hafa átt sér stað þar sem aðgerðum stjórnvalda er mótmælt AFP/Mario Tama

Banda­rísk stjórn­völd til­kynntu í gær að þau hyggj­ast draga til baka dval­ar­leyfi hjá hálfri millj­ón ein­stak­linga. Fólkið mun í kjöl­farið hafa ör­fá­ar vik­ur til þess að yf­ir­gefa Banda­rík­in.

Til­skip­un­in hef­ur áhrif á 532.000 manns sem komu til lands­ins í stjórn­artíð Joe Biden vegna sér­stakra aðgerða sem Biden greip til árið 2022 til þess að flytja ein­stak­linga til Banda­ríkj­anna frá lönd­um sem ekki eru tal­in virða mann­rétt­indi.

Þess­ir aðilar munu missa öll sín rétt­indi mánuði eft­ir að til­skip­un­in verður lög­fest nema þeir fái dval­ar­leyfi á ein­hvern ann­an máta. Bar­áttu­sam­tök fyr­ir rétt­ind­um inn­flytj­enda í Banda­ríkj­un­um hafa hvatt þá sem til­skip­un­in hef­ur áhrif á til þess að leita sér aðstoðar hjá lög­mönn­um.

Telja brotið á skuld­bind­ing­um 

Þeir inn­flytj­end­ur sem munu þurfa að yf­ir­gefa Banda­rík­in sam­kvæmt til­skip­un­inni eru frá Kúbu, Haíti, Ník­aragva og Venesúela. Biden heim­ilaði frá því í lok árs 2022 þrjá­tíu þúsund ein­stak­ling­um í hverj­um mánuði að fá dval­ar­leyfi í Banda­ríkj­un­um vegna þeirra mann­rétt­inda­brota sem eiga sér stað í þess­um lönd­um.

Kar­en Tuml­in, leiðtogi Justice Acti­on Center-sam­tak­anna, tel­ur að stjórn­völd séu með því að draga dval­ar­leyf­in til baka að brjóta í bága við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart þeim hundruðum þúsunda aðila sem komu til lands­ins vegna aðgerða Biden. 

Full­trúi inn­an­rík­is­ör­ygg­is­mála­deild­ar rík­is­ins (e. Depart­ment of home­land secu­rity) hef­ur sagt að aðgerðir Biden hafi aðeins haft tíma­bundið gildi og því sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að draga dval­ar­leyf­in til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert