Heathrow opnaður að nýju

Eldur kviknaði í raforkustöð nærri flugvellinum í gærmorgun.
Eldur kviknaði í raforkustöð nærri flugvellinum í gærmorgun. AFP

Heathrow-flug­völl­ur í London hef­ur verið opnaður og er starf­semi þar á bæ haf­in að nýju.

Eld­ur kviknaði í raf­orku­stöð skammt frá flug­vell­in­um snemma í gær­morg­un og olli raf­magns­leysi.

Flug­völl­ur­inn var lokaður um­ferð meiri­hluta gær­dags­ins en í gær­kvöldi var aft­ur farið að fljúga til og frá vell­in­um.

Um 1.350 flug­ferðir urðu fyr­ir áhrif­um af lok­un­inni í gær, sam­kvæmt vefsíðunni Flig­htra­dar24.

Bú­ist var við töf­um og að ein­hverj­um flug­ferðum verði af­lýst í dag vegna lok­un­ar­inn­ar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert