Landamæri kljúfa bókasafn

Haskell-bókasafnið þverar landamæri Bandaríkjanna og Kanada og nú verður ekki …
Haskell-bókasafnið þverar landamæri Bandaríkjanna og Kanada og nú verður ekki lengur frjáls umferð yfir landamærin innan byggingarinnar þar sem nágrannaríkin tvö elda grátt silfur í tollamálum. Ljósmynd/Wikipedia.org/Srinivasan Ramaswarmy

Sú ákvörðun banda­rískra stjórn­valda að tak­marka aðgang Kan­ada­búa að bóka­safn­inu Haskell Free Li­brary and Opera Hou­se í Der­by Line í banda­ríska rík­inu Vermont hef­ur vakið sterk­ar til­finn­ing­ar Kan­ada­meg­in.

Kveða bæj­ar­yf­ir­völd í Stan­stead í kanadíska fylk­inu Qu­e­bec yf­ir­völd Banda­ríkja­meg­in hafa ein­hliða tekið þá ákvörðun að loka „helsta aðgangi Kan­ada­búa“ að bóka­safn­inu sem byggt er í stíl Vikt­oríu­tíma­bils­ins og teyg­ir sig yfir landa­mæralínu Banda­ríkj­anna og Kan­ada.

Á hvörm­um Penny Thom­as, sem ók frá Newport í Vermont, glitra tár þar sem hún stend­ur við hlið bóka­safns­ins og ber skilti með upp­lýs­ing­um um úr­sk­urðinn sem kveðinn var upp í Der­by í gær, föstu­dag­inn 21. mars.

Hundrað ára sam­komu­lag úr sög­unni

Í rúm­lega öld hef­ur íbú­um Stan­stead verið frjálst að fara um þann hluta bóka­safns­ins sem ligg­ur inn­an yf­ir­ráðasvæðis Vermont Banda­ríkja­meg­in án þess að fram­vís­un­ar vega­bréfs sé kraf­ist til að ganga yfir í þann hluta húss­ins sem form­lega ligg­ur inn­an banda­rískr­ar lög­sögu.

Á föstu­dag­inn var sá úr­sk­urður hins veg­ar gerður heyr­umkunn­ur að þetta hundrað ára gamla óskrifaða sam­komu­lag heyrði nú sög­unni til. Grann­rík­in tvö hafa und­an­farið troðið illsak­ir vegna tolla­mála og ákv­arðana Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á þeim vett­vangi og hafa enda­lok bóka­safns­sam­komu­lags­ins leyst mikl­ar til­finn­ing­ar úr læðingi beggja vegna landa­mær­anna svo sem sjá má af blóma­pott­um sem raðað hef­ur verið upp við landa­mæralín­una.

Á þessu bóka­safni, sem haft hef­ur verið sem tákn­mynd alþjóðlegra vina­tengsla, féllust Kan­adamaður­inn Paul­ine Lussier og Banda­ríkjamaður­inn Chris Bla­is, starfs­menn safns­ins hvor í sín­um þjóðar­helm­ingi þess, í faðma þar sem þeir stóðu hvor sínu meg­in við línu sem gerð hafði verið með lím­bandi á gólfið til að tákna landa­mær­in þar inn­an­húss sem nú hafa verið tek­in upp sam­kvæmt nýj­um regl­um.

„Það mun allt breyt­ast núna“

„Lína aðskil­ur okk­ur ekki, það hef­ur hún aldrei gert,“ sagði Bla­is sem bar banda­ríska fán­ann í hendi á meðan Lussier hélt á þeim kanadíska.

„Börn okk­ar hafa gengið fram og til baka yfir þessi landa­mæri án vand­kvæða [...] það mun allt breyt­ast núna og fyr­ir því er eng­in ástæða,“ bætti Bla­is við á myrk­um degi í sögu bóka­safns­ins.

Reu­ters

IVPress On­line

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert