Boðar til kosninga: Trump „vill brjóta okkur niður“

Carney boðaði til kosninga fyrr í dag.
Carney boðaði til kosninga fyrr í dag. Andrej Ivanov/AFP/Getty Images

Mark Car­ney, nýr for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, hef­ur boðað skyndi­kosn­ing­ar sem fara fram 28. apríl. Miðað við kann­an­ir stefn­ir í æsispenn­andi kosn­inga­bar­áttu á milli Frjáls­lynda flokks­ins og Íhalds­flokks­ins.

Kjör­tíma­bilið klár­ast ekki fyrr en í haust en þrátt fyr­ir það hafði verið bú­ist við því að boðað yrði til kosn­inga fyrr.

Sam­skipt­in við Banda­rík­in, ásælni Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta í Kan­ada og tolla­stríð, verður stærsta kosn­inga­málið miðað við kann­an­ir.

Seg­ir Trump vilja brjóta niður Kan­ada­menn

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn var fyr­ir skömmu síðan veru­lega óvin­sæll en ný bylgja af þjóðern­is­stolti Kan­ada­manna virðist vera að skila sér í aukn­um vin­sæld­um flokks­ins.

„Ég bið Kan­ada­menn um sterkt, já­kvætt umboð til að tak­ast á við Trump for­seta,“ sagði Car­ney og bætti við að Trump „vill brjóta okk­ur niður svo Banda­rík­in geti átt okk­ur. Við mun­um ekki láta það ger­ast.“

Sam­kvæmt CBS þá mæl­ist Frjáls­lyndi flokk­ur­inn með 37,5% fylgi á sama tíma og Íhalds­flokk­ur­inn mæl­ist með 37,1% fylgi.

Nýir demó­krat­ar mæl­ast með 11,6% og Bloc Qué­béco­is mæl­ist með 6,4% fylgi. Kosn­inga­kerfið í Kan­ada er eins og Bretlandi þar sem eru ein­menn­ings­kjör­dæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert