Handtöku borgarstjórans mótmælt harðlega

Á fjórða hundrað voru handteknir í aðgerðum lögreglu í nótt.
Á fjórða hundrað voru handteknir í aðgerðum lögreglu í nótt. AFP/Kemal Aslan

Borg­ar­stjóri Ist­an­búls, Ekrem Imamog­ul, hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald vegna rann­sókn­ar á hend­ur hon­um um spill­ingu.

Borg­ar­stjór­inn var yf­ir­heyrður fyr­ir dómi í gær en sak­sókn­ar­ar í Tyrklandi saka hann um spill­ingu og stuðning við hryðju­verka­sam­tök. Imamog­ul hef­ur sagt þess­ar ásak­an­ir „siðlaus­ar“ og „til­hæfu­laus­ar“. 

Frétt­irn­ar af hand­töku Imamog­uls bár­ust á meðan kosn­ing fór fram í Re­públi­kana­flokkn­um CHP um hver skyldi vera for­seta­efni flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2028. Imamog­ul hef­ur verið tal­inn sá leiðtogi flokks­ins sem gæti sigrað nú­ver­andi for­seta Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, í kom­andi kosn­ing­um. 

Hörð mótmæli hafa brotist út í kjölfar handtöku borgarstjórans.
Hörð mót­mæli hafa brot­ist út í kjöl­far hand­töku borg­ar­stjór­ans. AFP/​Kemal Asl­an

Á fjórða hundrað hand­tekn­ir

Er­dog­an hef­ur verið for­seti frá ár­inu 2014 en þar áður var hann for­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands. Þá var hann einnig borg­ar­stjóri Ist­an­búls frá 1994 til 2003.

Íbúar í Ist­an­búl hafa síðustu næt­ur mót­mælt hand­töku borg­ar­stjór­ans og hafa ein­hverj­ir mót­mæl­end­ur lent í átök­um við lög­reglu. Lög­regl­an hand­tók á fjórða hundrað í átök­un­um í nótt. 

Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur.
Lög­regl­an beitti tára­gasi á mót­mæl­end­ur. AFP/​Adem Alt­an

Að sögn blaðamanns AFP beitti lög­regl­an meðal ann­ars tára­gasi og vatnsþrýsti­byssu til að ná stjórn á mót­mæl­end­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert