Hljóðið ólíkt í sendinefndunum

Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu og formaður sendinefndar þeirra.
Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu og formaður sendinefndar þeirra. AFP

Er­ind­rek­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu funduðu í dag í Sádi-Ar­ab­íu um mögu­legt vopna­hlé í stríðinu við Rúss­land. Banda­ríkja­menn von­ast eft­ir „raun­veru­leg­um fram­förum“ en rúss­nesk stjórn­völd vara við „erfiðum samn­ingaviðræðum“ og að langt sé í land.

Þrír lét­ust í árás Rússa í Kænug­arði í nótt og tveir í árás­um Úkraínu­manna í Rússlandi.

Viðræður sendi­nefnd­anna áttu upp­runa­lega að eiga sér stað sam­tím­is með þeim hætti að banda­ríska sendi­nefnd­in færi fram og aft­ur á milli þeirr­ar rúss­nesku og úkraínsku. Raun­in varð hins veg­ar að viðræðurn­ar fara sam­an hver á eft­ir ann­arri.

Viðræðurnar fara fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Ríad.
Viðræðurn­ar fara fram á Ritz-Carlt­on-hót­el­inu í Ríad. AFP

Úkraínu­menn já­kvæðir

Ru­stem Umerov, varn­ar­málaráðherra Úkraínu og formaður sendi­nefnd­ar­inn­ar, greindi frá því á Face­book að fundað væri með Banda­ríkja­mönn­um í kvöld. 

„Á dag­skránni eru til­lög­ur um að vernda orku­innviði og mik­il­væga innviði,“ sagði Umerov og bætti við að verið væri að vinna úr fjölda flók­inna mála. 

Hátt­sett­ur úkraínsk­ur er­ind­reki sagði við AFP-frétta­veit­una að viðræðurn­ar gengju vel, „en við verðum að bíða til morg­uns með að draga álykt­an­ir“.

Í ávarpi sínu í kvöld sagði Vlodomír Selenskí Úkraínu­for­seti að „Rúss­ar væru þeir einu sem væru að draga stríðsátök­in á lang­inn“.

„Sama hvað við ræðum við banda­menn okk­ar um þurf­um við að þrýsta á Pútín að gefa út al­vöru til­skip­un um að hætta árás­un­um. Sá sem hóf stríðið verður að enda það.“

Fram­far­ir að sögn Banda­ríkja­manna

Á morg­un munu Banda­ríkja­menn funda með Rúss­um. Sendi­nefnd Rússa kom til Sádi-Ar­ab­íu í dag. 

Steve Wit­koff, er­ind­reki Banda­ríkja­manna, virt­ist já­kvæður á að samn­ing­ar myndu nást sem leiddu til vopna­hlés. 

„Ég held að þið munið sjá mikl­ar fram­far­ir í Sádi-Ar­ab­íu á mánu­dag,“ sagði Wit­koff í viðtali á Fox News. 

Steve Witkoff, erindreki Bandaríkjamanna, er jákvæður á gang viðræðna.
Steve Wit­koff, er­ind­reki Banda­ríkja­manna, er já­kvæður á gang viðræðna. AFP

Rétt að byrja segja Rúss­ar

Stjórn­völd í Moskvu eru hins veg­ar ekki eins bjart­sýn. 

„Við erum ein­ung­is að hefja þessa veg­ferð,“ sagði Dímítrí Peskov, talsmaður rúss­nesku stjórn­ar­inn­ar, við rúss­neska fjöl­miðla. 

Hann sagði mörg­um spurn­ing­um enn ósvarað. 

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur hafnað 30 daga vopna­hléi og í staðinn lagt til hlé á árás­um á orku­innviði. 

„Það eru erfiðar viðræður fram und­an,“ sagði Peskov. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert