Samþykktu vantrauststillögu á hendur ríkissaksóknara

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra.
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. AFP/Yair Sagi

Rík­is­stjórn Ísra­els samþykkti van­traust­stil­lögu á hend­ur Gali Baharav-Miara rík­is­sak­sókn­ara í dag. Baharav-Miara hef­ur gagn­rýnt mjög störf Benja­míns Net­anja­hús for­sæt­is­ráðherra.

Tveir dag­ar eru síðan Ronen Bar, yf­ir­maður leyniþjón­ust­unn­ar Shin Bet, var rek­inn. Net­anja­hú sagði það hafa verið vegna skorts á trausti. 

Baharav-Miara reyndi að koma í veg fyr­ir að upp­sögn­in myndi ganga í gegn. 

Málið hef­ur vakið upp hörð mót­mæli þar sem mót­mæl­end­ur hafa sakað Net­anja­hú um að ógna lýðræði lands­ins. 

Skrif­stofa for­sæt­is­ráðherra sagði að kosið yrði um van­traust­stil­lög­una á hend­ur rík­is­sak­sókn­ar­an­um vegna „óviðeig­andi hegðunar henn­ar og langvar­andi ágrein­ings“.

Málið hefur vakið hörð mótmæli.
Málið hef­ur vakið hörð mót­mæli. AFP/ Mena­hem Kah­ana
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert