Þrír unglingar myrtir í skotárás

Þrír létust í árásinni.
Þrír létust í árásinni. Ljósmynd/Colourbox

Þrír ung­ling­ar voru myrt­ir í skotárás í al­menn­ings­garði í borg­inni Las Cruces í Nýju Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um á föstu­dags­kvöld. Fimmtán særðust í árás­inni. 

Banda­ríska frétta­veit­an ABC News grein­ir frá. 

Hinir látnu eru tveir 19 ára dreng­ir og einn 16 ára dreng­ur. Hinir slösuðu eru á aldr­in­um 16 ára til 36 ára.

Lög­regla fékk til­kynn­ingu um árás­ina rétt eft­ir klukk­an 22 að staðar­tíma á föstu­dag­inn. 

Eng­inn hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert