Fyrrverandi ráðherra með barnaníðsefni undir höndum

Henrik Sass Larsen.
Henrik Sass Larsen.

Henrik Sass Lar­sen, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra Dan­merk­ur, hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við ásak­an­ir um að hafa í fór­um sín­um þúsund­ir mynda og mynd­brota af barn­aníðsefni.

Fram kom í danska miðlin­um Berl­ingske fyr­ir helgi að fyrr­ver­andi ráðherra hefði verið hand­tek­inn í tengsl­um við lög­reglu­rann­sókn­ina. Í ákæru sem sagt er frá í dönsk­um miðlum í dag er hann sagður hafa verið með í fór­um sín­um um tvö þúsund mynd­skrár og sex þúsund mynd­ir með barn­aníðsefni. Eins að lög­regla hafi lagt hald á kyn­lífs­dúkku í barns­líki á heim­ili hans.

Seg­ist vera að skrifa bók 

Í gær svipti Lar­sen sjálf­ur hul­unni af hver stjórn­mála­maður­inn væri þegar lögmaður hans sendi út frétta­til­kynn­ingu í hans nafni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir Lar­sen að hann hafi aldrei skaðað barn með nokkr­um hætti og raun­ar hafi til­gang­ur hans með því að kom­ast yfir efnið verið ann­ar en ætla mætti. Seg­ir hann til­gang­inn vera rann­sókn­ar­vinnu fyr­ir bók sem hann seg­ist vera að skrifa. Muni hann leggja allt kapp á að klára þá vinnu og von­ast hann með því til að hreinsa nafn sitt að henni lok­inni.

Gróft mynd­efni 

Fram kem­ur í ákær­unni að hluti efn­is­ins sé flokkaður í þriðja flokk sem merk­ir að um afar gróft mynd­efni sé að ræða. Þar sem þolend­ur hafi sætt of­beldi og nauðung. Um al­var­leg brot er því að ræða og get­ur gróf­leiki efn­is­ins haft bein áhrif á þyngd dóms verði Lar­sen fund­inn sek­ur um hátt­sem­ina.

Seg­ir í ákæru að hluti efn­is­ins hafi fund­ist á heim­ili hans í júlí árið 2023 en einnig í ann­arri leit á heim­ili hans í fe­brú­ar í fyrra.

Sat á þingi í 19 ár

Lar­sen sat á þingi fyr­ir sósí­al­demó­krata í 19 ár og var meðal ann­ars viðskiptaráðherra í tvö ár, frá ág­úst 2013 til júní 2015. Hann sagði skilið við stjórn­mál­in árið 2019 og hafði þá glímt við þung­lyndi og veik­indi.

Lar­sen var fram­kvæmda­stjóri ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Akti­ve Ej­ere þar til ásak­an­irn­ar komu upp á yf­ir­borðið. Hann hef­ur sagt starfi sínu lausu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert