Hans Guttormur leiðir viðræður um sameiningu

Hans Guttormur fer með verkefnastjórn í viðræðunum.
Hans Guttormur fer með verkefnastjórn í viðræðunum. Samsett mynd

Hans Gutt­orm­ur Þorm­ar hef­ur verið ráðinn verk­efna­stjóri í viðræðum um mögu­lega sam­ein­ingu Há­skól­ans á Ak­ur­eyri og Há­skól­ans á Bif­röst. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Bif­röst. 

Hans er með meist­ara­gráðu í sam­einda­líf­fræði frá Há­skóla Íslands og hef­ur unnið að viðamikl­um rann­sókn­um á ýms­um sviðum, þar á meðal líf­efna- og sam­einda­líf­fræði og hafa rann­sókn­irn­ar oft og tíðum verið í alþjóðlegu sam­starfi.

Háskólinn á Bifröst
Há­skól­inn á Bif­röst

Í til­kynn­ingu seg­ir að Hall­dór hafi leitt fjölda­mörg sam­starfs­verk­efni, þar á meðal upp­bygg­ingu Djúp­tæknikjarna í Vatns­mýr­inni, og í hans verk­efn­um hef­ur reynt á að koma á breyt­ing­um í hugs­un hvað varðar sam­vinnu ein­stak­linga frá ólík­um sviðum, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert