Sakar Bandaríkin um afskiptasemi

Usha Vance, eiginkona varaforseta Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands í …
Usha Vance, eiginkona varaforseta Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands í vikunni. AFP

Múte Egede, frá­far­andi formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, sakaði í dag yf­ir­völd í Washingt­on um að skipta sér af græn­lensk­um stjórn­mál­um með því að senda banda­ríska sendi­nefnd til lands­ins.

Talsmaður Hvíta húss­ins í Washingt­on greindi frá því í gær að Usha Vance, eig­in­kona J.D. Vance, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, myndi heim­sækja Græn­land í þess­ari viku ásamt syni sín­um og banda­rískri sendi­nefnd, sem Egede sagði að myndi inni­halda Mike Waltz þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa.

„Það verður að segja skýrt að það ber að virða sjálf­stæði okk­ar og lýðræði án er­lendr­ar íhlut­un­ar,“ sagði Egede og bætti við að heim­sókn sendi­nefnd­ar­inn­ar, sem á að standa frá fimmtu­degi til laug­ar­dags, „er ekki ein­ung­is hægt að líta á sem einka­heim­sókn“.

Múte Egede.
Múte Egede. AFP

Frá því Trump komst aft­ur til valda í janú­ar hef­ur hann ít­rekað sagt að hann vilji að Banda­rík­in taki yfir Græn­land og hef­ur jafn­vel ekki úti­lokað að beita valdi til að ná því mark­miði.

Egede hef­ur sagt að banda­rísk­um stjórn­völd­um hefði verið til­kynnt að það yrðu „eng­ar viðræður“ fyrr en ný græn­lensk rík­is­stjórn væri mynduð í kjöl­far kosn­ing­anna sem fóru fram 11. mars. Síðan þá hef­ur Egede farið fyr­ir bráðabirgðastjórn í land­inu.

Jens-Frederik Niel­sen, sem er leiðtogi Demokra­atit sem vann sig­ur í kosn­ing­un­um, og verður að öll­um lík­ind­um nýr leiðtogi heima­stjórn­ar Græn­lands, hef­ur sjálf­ur gagn­rýnt orðræðu Trumps gagn­vart Græn­landi og sagt að hún væri óviðeig­andi.

„Við verðum að standa sam­an og standa upp gegn óviðandi meðferð. Því það erum við sem ráðum okk­ar eig­in framtíð,“ sagði Egede.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert