Til viðræðna eftir dráp helgarinnar

Eldur í Kænugarði eftir árásir Rússa. Áttræð kona brann þar …
Eldur í Kænugarði eftir árásir Rússa. Áttræð kona brann þar lifandi og fimm ára telpa lét lífið ásamt föður sínum. Ljósmynd/Bráðalið Úkraínu

Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í varn­ar­stríði Úkraínu­manna gegn Rúss­um.

Í Washingt­on segj­ast menn von­ast eft­ir „raun­veru­leg­um fram­förum“ á meðan í Kreml er varað við „erfiðum samn­ingaviðræðum“ og langri leið til friðar.

For­set­inn Don­ald Trump virðist vilja binda snögg­an enda á stríðið og von­ast til að viðræðurn­ar í Ríad, þar sem Banda­ríkja­menn ræða við sendi­nefnd­ir Úkraínu og Rúss­lands hvora í sínu lagi, komi af stað ein­hverj­um straum­hvörf­um.

Bíða þyrfti dags­ins í dag

Í fyrstu áttu viðræðurn­ar að eiga sér stað sam­hliða, þar sem Banda­ríkja­menn myndu bók­staf­lega ganga á milli sendi­nefnd­anna, en úr varð að þær verða hvor­ar á eft­ir öðrum.

Varn­ar­málaráðherr­ann Rú­st­em Úmerov fer fyr­ir úkraínsku nefnd­inni. Í til­kynn­ingu í gær sagði hann að á dag­skrá væru til­lög­ur að vernd orku­innviða og annarra bráðnauðsyn­legra mann­virkja, og að nefnd­irn­ar ynnu að fjölda flók­inna tækni­legra atriða.

Hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður inn­an sömu nefnd­ar tjáði frétta­veitu AFP, gegn nafn­leynd, að viðræðurn­ar gengju vel en bíða þyrfti dags­ins í dag til að hægt yrði að draga álykt­an­ir.

Volodimír Selenskí á fundi með hermönnum nærri varnarlínu Úkraínumanna um …
Volodimír Selenskí á fundi með her­mönn­um nærri varn­ar­línu Úkraínu­manna um helg­ina. AFP

Drápu sak­lausa borg­ara

Af aðfaranótt sunnu­dags má aft­ur á móti draga þá álykt­un að meðal Rússa sé lít­ill vilji til að hætta linnu­laus­um árás­um á sak­lausa borg­ara Úkraínu.

Þrír lét­ust þá nótt í höfuðborg­inni Kænug­arði þegar Rúss­ar gerðu á hana um­fangs­mikla árás með fjölda sprengju­hlaðinna vél­fygla.

Fimm ára telpa var á meðal þeirra sem lét­ust, ásamt föður sín­um. Þá varð átt­ræð kona mikl­um eldi að bráð, sem braust út eft­ir að rúss­nesk­ur árás­ar­dróni hæfði íbúðablokk.

Hermt var í gær að ösk­ur henn­ar hefðu glumið svo um hverfið, þar sem hún brann lif­andi, að ekki færi á milli mála að þar hefðu Rúss­ar myrt einn til viðbót­ar í inn­rás­ar­stríði sínu.

Ell­efu mánaða barn á meðal særðra

Fjór­ir borg­ar­ar til viðbót­ar lét­ust í árás­um Rússa ann­ars staðar í land­inu. Enn fleiri særðust, þar af tíu í Kænug­arði, og var ell­efu mánaða barn á meðal þeirra.

Nótt­ina áður, í borg­inni Sa­porisjíu, drápu Rúss­ar sautján ára stúlku og rúm­lega fer­tug­an föður henn­ar með sams kon­ar árás.

Móðir henn­ar, sem var 38 ára, lést á sjúkra­húsi nokkr­um klukku­stund­um síðar eft­ir að hafa verið dreg­in und­an braki íbúðar­húss­ins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert