Tólf létust í umferðarslysi

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/X

Tólf lét­ust og fjór­ir slösuðust í um­ferðarslysi í norður­hluta Mexí­kó í gær­kvöld.

Slysið átti sér stað þegar pall­bíll með 16 manns inn­an­borðs féll ofan í gil í fjöll­um Santiago-svæðis­ins í Nu­evo Leon-fylki að sögn Erik Ca­vazos, for­stjóra al­manna­varna.

Ell­efu farþegar lét­ust á staðnum og einn lést á sjúkra­húsi og þá voru fjór­ir flutt­ir á sjúkra­hús en pall­bíll­inn hrapaði 120 metra niður í gilið. 

Þetta er þriðja mann­skæða um­ferðarslysið í Mexí­kó í þess­um mánuði en þann 11. mars lét­ust 32 í tveim­ur slys­um í norður- og suður­hluta Mexí­kó.

Þá fór­ust 38 manns þegar vöru­flutn­inga­bíll og farþegar­úta skullu sam­an í suðaust­ur­hluta lands­ins í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert