Viðræðum lokið og yfirlýsing birt á morgun

Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh.
Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh. AFP

Viðræðum Rússa og Banda­ríkja­manna um frið í Úkraínu er nú lokið eft­ir um tólf klukku­stunda fund í dag.

Rúss­nesk­ir miðlar greina frá því að sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing verði birt á morg­un.

Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa.

Héldu svo viðræðurn­ar áfram í dag með full­trú­um Rússa og Banda­ríkj­anna.

Ólík­legt að viðræðurn­ar leiði til vopna­hlés

Ólík­legt þykir að viðræðurn­ar leiði til vopna­hlés. Greint var frá fyrr í dag að viðræður dags­ins myndu snúa að því að Rúss­ar veiti Úkraínu­mönn­um heim­ild til þess að flytja korn og hveiti um Svarta­hafið.

Sam­hliða yrði Rúss­um heim­ilt að flytja land­búnaðar­vör­ur og áburð á viðskipta­svæði sem lokuðust vegna viðskiptaþving­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert