Vopnahlé sagt víðs fjarri

Viðræðurnar fara fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh.
Viðræðurnar fara fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh. AFP

Full­trú­ar Rússa, Banda­ríkja­manna og Úkraínu­manna munu hefja friðarviðræður í Riyad í Sádi-Ar­ab­íu í dag.

Ólík­legt þykir að viðræðurn­ar muni leiða til vopna­hlés. Seg­ir að viðræðurn­ar í dag muni snúa að því að Rúss­ar veiti Úkraínu­mönn­um heim­ild til þess að flytja korn og hveiti um Svarta hafið. Sam­hliða verði Rúss­um heim­ilt að flytja land­búnaðar­vör­ur og áburð á viðskipta­svæði sem lokuðust vegna viðskiptaþving­ana.

Funda ekki í einu lagi 

Full­trú­ar sendi­nefnda land­anna eru í sömu bygg­ingu í Ryiad. Ekki er bú­ist við því að Rúss­ar, Banda­ríkja­menn og Úkraínu­menn muni funda sam­an, held­ur muni sendi­nefnd Banda­ríkj­anna funda í hvoru lagi fyr­ir sig með full­trú­um Úkraínu og Rússa. Sam­komu­lag um vopna­hlé er sagt víðs fjarri en til­gang­ur viðræðna er sagður sá að ná sam­komu­lagi um af­markaða þætti sem nota megi sem grunn til víðtæk­ara sam­komu­lags. 

Ekk­ert lát á átök­um 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Úkraín­u­stjórn voru 57 af 99 árás­ar­drón­um Rússa skotn­ir niður í nótt. Rúss­ar segj­ast hins veg­ar hafa skotið niður 28 dróna sem send­ir voru frá Úkraínu.

Þá til­kynntu sér­veit­ir í Úkraínu að fjór­ar herþyrl­ur Rússa hefðu verið eyðilagðar á jörðu niðri í Beg­orod.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert