„Fordæmalaus“ heimsókn

Heimsóknin er í óþökk bæði danskra og grænlenskra stjórnmálamanna.
Heimsóknin er í óþökk bæði danskra og grænlenskra stjórnmálamanna. Samsett mynd/AFP

Yf­ir­vof­andi heim­sókn Vance-hjón­anna og banda­rískr­ar sendi­nefnd­ar til Græn­lands hef­ur vakið hörð viðbrögð í Dan­mörku. 

Greint var frá því fyrr í vik­unni að Usha Vance, eig­in­kona vara­for­seta Banda­ríkj­anna J.D. Vance, væri á leið í heim­sókn til Græn­lands ásamt sendi­nefnd Banda­ríkj­anna og syni sín­um.

Fyrr í kvöld greindi J.D. Vance frá því að hann hefði ákveðið að slást með í hóp­inn til að skoða ör­yggisaðstæður í land­inu. 

Sak­ar banda­rísk yf­ir­völd um af­skipta­semi

Rétt áður en greint var frá því að Vance hefði ákveðið að fara með í heim­sókn­ina var Mette Frederiks­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, í viðtali við danska rík­is­út­varpið þar sem hún sagði að ekki væri hægt að halda því fram að um einka­ferð væri að ræða.

Hún sagði banda­rísk stjórn­völd vera að setja óá­sætt­an­leg­an þrýst­ing á Græn­land og Dan­mörku.

Heim­sókn­in hef­ur verið gagn­rýnd harðlega af Græn­lend­ing­um en Múte Ede­ge, frá­far­andi formaður heima­stjórn­ar Græn­lands, sak­ar banda­rísk yf­ir­völd um af­skipta­semi af græn­lensk­um stjórn­mál­um. 

Banda­rík­in ná­inn bandamaður

Frá því að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti komst aft­ur til valda í Hvíta hús­inu í janú­ar hef­ur hann ít­rekað sagt að hann vilji að Banda­rík­in taki yfir Græn­land og hef­ur jafn­vel ekki úti­lokað að beita valdi til að ná því mark­miði.

„En við vilj­um mjög gjarn­an vinna með Banda­ríkja­mönn­um. Þeir eru ná­inn bandamaður. En það verða að vera leik­regl­ur þar sem bor­in er virðing fyr­ir full­veldi ríkja og landa­mær­um,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann í viðtali hjá danska rík­is­út­varp­inu.

Diplóma­tísk stríðsyf­ir­lýs­ing

Enn hafa græn­lensk­ir stjórn­mála­menn ekki brugðist við komu J.D. Vance en um þess­ar mund­ir er verið að mynda nýja heima­stjórn í land­inu. 

Frétta­rit­ari danska rík­is­út­varps­ins seg­ir að um diplóma­tíska stríðsyf­ir­lýs­ingu sé að ræða: 

„Þetta er gríðarleg harka af hálfu Banda­ríkj­anna. Þeir vissu vel að þessi sendi­nefnd væri ekki vel­kom­in á Græn­landi og nú senda þeir vara­for­set­ann,“ sagði Phil­ip Khok­ar, frétta­rit­ari DR í Banda­ríkj­un­um. 

„Það er al­gjör­lega for­dæma­laust að vara­for­seti komi í einka­heim­sókn til ann­ars lands þegar hitt landið, og í þessu til­felli tvö lönd, hafa beðið sendi­nefnd­ina um að halda sig fjarri,“ seg­ir hann jafn­framt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert