Háir tollar á lönd sem kaupa olíu frá Venesúela

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, til­kynnti í gær háa tolla á inn­flutn­ing frá lönd­um sem kaupa olíu og gas frá Venesúela, refsiaðgerð sem gæti bitnað á Kína og Indlandi, meðal ann­ars.

Frá því Trump sneri aft­ur í Hvíta húsið hef­ur hann lagt álög­ur á mörg viðskipta­lönd Banda­ríkj­anna og þar má nefna 25% toll á ál og stál gagn­vart Kan­ada og Mexí­kó og hann hef­ur hótað 200% tolli á vín, kampa­vín og aðrar áfeng­ar vör­ur, frá Frakklandi og öðrum lönd­um í Evr­ópu­sam­band­inu.

Nýj­ustu 25 pró­senta toll­arn­ir sem miða að bein­um og óbein­um kaup­end­um á olíu frá Venesúela geta tekið gildi 2. apríl, sam­kvæmt til­skip­un sem Trump und­ir­ritaði í gær en ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í sam­ráði við aðrar rík­is­stofn­an­ir, hef­ur heim­ild til að ákveða hvort nýja gjaldið verði lagt á.

„Við skor­um á Banda­rík­in að hætta af­skipt­um af inn­an­rík­is­mál­um Venesúela og af­nema hinar ólög­legu ein­hliða refsiaðgerðir,“ sagði Guo Jiak­un, talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, á reglu­leg­um blaðamanna­fundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert